Færsluflokkur: Lífstíll
20.2.2009 | 10:37
Vigtun búin
Varð bara að skrifa áður en ég fer á árshátíðina á eftir. Steig á vigtina áðan og var ekkert sérstaklega bjartsýn þar sem ég er degi á undan að vigta mig og var veik heima einn dag í vikunni. En viti menn, er búin að léttast síðan í síðustu viku um 1,3 kg. Er núna 90,4 kg. Trúði þessu varla, er rosalega ánægð
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 13:15
Árshátíð á morgun
Er farin að hlakka svolítið til á morgun. Þetta verður mega dagskrá bara allan daginn, e-ð hópeflisdæmi í vinnunni. Verður örugglega hrikalega gaman.
Ætla að vigta mig á morgun í stað á laugardaginn svo ég geti aðeins leyft mér á árshátíðinni. Tek svo alveg ferlega á því í næstu viku, engin miskunn!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 09:15
Gaman, gaman!!
Er ekkert smá ánægð núna. Þetta gengur bara ferlega vel eitthvað hjá mér. Steig á vigtina á laugardaginn og hún sýndi 91,7 kg sem er minnkun um 1,4 kg frá síðustu viku. Var að vonast til að léttast eitthvað en átti ekki von á að þetta myndi ganga svona vel.
Nú verð ég að taka sérstaklega vel á því þessa vikuna, er að fara á árshátíð á föstudaginn og ætla því að leyfa mér að fá mér í glas á föstudeginum og svo fá mér nammi á laugardeginum. Þetta er nefnilega pínu erfitt því bolludagurinn er á mánudeginum á eftir. Ég er því búin að ákveða að hafa bolludaginn á laugardeginum og því get ég nýtt nammidaginn í bollurnar. Koma síðan ekkert nálægt bollum á bolludaginn sjálfan.
Er síðan byrjuð að passa í föt sem ég passaði ekki í áður og það er alveg ferlega gaman
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 14:23
Helgin á leiðinni
Þá er aftur komið að helgi. Mér finnst eins og það sé alltaf helgi. Búin að vera skrýtin vika í vinnunni. Þurfti að fara tvisvar heim á hádegi því önnur dúllan mín var veik. En þetta fylgir að eiga tvö börn á leikskólaaldri, sérstaklega mín börn sem virðast ná öllum pestum sem eru að ganga. En svona er þetta bara.
Er svona hæfilega bjartsýn fyrir vigtuninni á morgun. Er búin að æfa ágætlega í vikunni og passa mataræðið. En ég var nú líka búin að gera það um daginn og ég þyngdist. Ég vona samt að þetta gangi vel hjá mér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 10:32
Veikindi heima
Dóttir mín er veik um þessar mundir. Ekkert alvarlegt, bara smá kvefdrulla. Ég er að reyna að láta það ekkert stoppa mig í að æfa og það gengur bara ágætlega. Æfi aðallega bara á kvöldin þegar börnin eru sofnuð, tek þá gott session á tækinu mínu og lyfti svo og geri ýmsar æfingar.
Hef alltaf átt svolítið erfitt með að fá mér ekkert að borða á kvöldin. Borðum alltaf kvöldmat kl. 18 og er ég því alltaf mjög svöng á kvöldin. Hef verið að fá mér vínber á kvöldin en ég er búin að vera svolítið óheppin með þau upp á síðkastið. Mikið að skemmdum inn á milli. Uppgötvaði síðan í gær nýtt sem ég get fengið mér á kvöldin. Sykurskertur frostpinni. Þetta er svona græn eldflaug frá Kjörís sem er aðeins 37 kaloríur. Er líka akkúrat svona nóg fyrir mig til að seðja mesta hungrið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 11:14
Þvílíkur léttir
Er ekkert smá ánægð eftir helgina. Var alveg drullustressuð á laugardaginn þegar ég steig á vigtina því vikuna áður hafði ég þyngst um 300 gr. En það gekk mun betur, er núna 93,1 kg sem þýðir að ég náði að missa 1,7 kg þessa vikuna.
Þetta hefur greinilega verið eitthvað frávik þarna í síðustu viku. Ég skildi heldur ekki hvernig ég gat verið að þyngjast þegar ég hafði ekkert verið að gera neitt vitlaust.
Þannig að það var bara eintóm gleði hjá mér um helgina, ekkert þunglyndi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 15:47
Helgin nálgast
Er svo fegin að helgin er að koma. Ekki það að þessi vika hafi verið eitthvað leiðinlegt, bara gaman að geta aðeins slappað af og gera stundum bara ekki neitt. Hlakka líka til að fá smá nammi á morgun.
Finnst ég hafa staðið mig alveg ágætlega þessa vikuna. Er búin að passa sérstaklega mikið upp á mataræðið og æfa vel. Þannig að ég er alveg bjartsýn fyrir vigtunina á morgun. Annars finn ég alveg að ég er að styrkjast þrátt fyrir að hafa aðeins þyngst um síðustu helgi. Get t.d. gert fleiri armbeygjur og finn að ég er öll að verða aðeins stinnari.
Góða helgi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2009 | 15:10
Vikan hálfnuð
Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt um þessar mundir. Mér finnst ég hafa byrjað í þessu átaki í síðust viku en það er að fara kominn mánuður.
Tók enga æfingu í gærkvöldi. Var alveg með í maganum að vera ekki að gera neitt en var búin að ákveða að sleppa einu kvöldi og hvílast aðeins.
Horfði á Biggest Looser í gærkvöldi. Mér finnst það svo hvetjandi að horfa á þetta fólk ná svona góðum árangri. Væri alveg til í að fara í þess konar prógramm. Geta bara einbeitt mér að þessu í nokkra mánuði. Held reyndar að ég myndi sakna fjölskyldunnar svo mikið að ég yrði alveg viðþolslaus.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 11:00
Úff, púff
Jæja, eru ekki allir í stuði?? Ég veit allavega að ég var það sko alls ekki eftir síðustu vigtun. Við erum að tala um að ég náði að þyngjast um 300 gr. Er komin upp í 94,8 kg. Ég sver það, ég fór næstum því að grenja þarna um morguninn. Fór í hálfgert þunglyndi fram að hádegi.
Ég bara skil þetta eiginlega ekki. Ég æfði sex daga vikunnar, tók brennslu og æfingar með lóð til skiptis. Síðan var ég ekki í neinni óhollustu alla vikuna. Eitt sem mér dettu í hug er að ég hafi verið að borða of mikið í hádegismat og kvöldmat. Var ekki að snakka neitt á milli mála, eða að borða neitt óhollt. Borðaði nánast ekki neitt á kvöldin síðan.
Annað sem mér datt í hug að ég hafi einfaldlega verið að æfa of mikið. Ekki leyft líkamanum að hvíla sig á milli. Kannski hljómar þetta asnalega en þetta er það eina sem mér dettur í hug!!
Ég ætla allavega að passa mig extra vel þessa vikuna og ef ég léttist ekki eftir hana er bara eitthvað mikið að.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2009 | 15:16
Smá kvíði
Er alltaf smá kvíðin daginn fyrir vigtun. Er alltaf svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum. Er reyndar alveg búin að vera að standa mig þessa vikuna. Fékk mér reyndar hálfan skúffukökubita í hádeginu í dag í vinnunni. En það var svo lítið að ég held að það skipti litlu máli.
Er búin að vera með svolítinn svima síðurstu tvær vikur. Oftast þegar ég stend upp þarf ég að stoppa í nokkrar sekúndur því ég fæ svo mikinn svima. Mig grunar að ég hafi ekki verið að drekka nógu mikið vatn með græna teinu sem ég er nota bene hætt að drekka. Byrjaði að taka vítamín á morgnana og er ekki frá því að ég sé að skána.
Var næstum því búin að sleppa því að taka smá brennslu í gærkvöldi. Lét mig samt hafa það og leið rosalega vel á eftir. Er nefnilega svo hrædd um að ef ég fer aðeins að slaka á þá eigi ég eftir að hætta og ég vil það alls ekki. Hlakka til eftir svona mánuð þegar þetta verður komið upp í svakalega rútínu hjá mér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar