Færsluflokkur: Lífstíll
20.3.2009 | 14:58
Helgin að koma
Ég er búin að vakna síðustu tvo morgna og fundist það vera að næsti dagur sé kominn. Í gærmorgun var ég ekkert smá ánægð að það væri kominn föstudagur og í dag var ég alveg á því að það væri kominn laugardagur. Var meira að segja smá fúl þegar ég fattaði að það var ekki komin helgi. Pínu skammhlaup í hausnum á mér held ég.
Vigtun á morgun og ég er svona hæfilega bjartsýn. Hef ekkert verið að sukka í vikunni en þar sem ég er búin að vera léttast vel síðustu tvær vikur á ég alveg von á að það komi smá afturkippur núna. Ætla samt ekkert að láta það stoppa mig, þetta kemur allt að lokum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 14:40
10 kg nálgast
Vonandi ekki seinna en laugardaginn 28. mars verð ég búin að missa 10 kg, hlakka ekkert smá mikið til. Er búin að vera ótrúlega löt í vinnunni þessa vikuna. Þegar það er lítið að gera í vinnunni verð ég eitthvað svo löt. Ætla að reyna að hressa mig við, taka íbúðina í gegn þegar ég kem heim og taka svo ærlega á því í kvöld.
Er komin heilan hring í æfingarprógramminu mínu. Keypti fyrir LÖNGU síðan einhverja bók frá Ágústu Johnson, Í form á 10 vikum. Þar sem ég hef ágætlega mikið að missa þá tekur það mig mun lengri tíma en 10 vikur að komast í form. Byrjaði því bara aftur á byrjuninni en bæti aðeins við æfingarnar fyrst því þetta er svolítið létt í byrjun.
Er síðan búin að uppgötva aftur eitt gott kvöldsnarl sem er ekki fitandi. Ég set Trópífernur í frystinn, og síðan hálftíma áður en ég ætla að fá mér þetta tek ég hann úr frystinum og leyfi honum að standa. Síðan klippi ég toppinn af honum og borða með skeið. Þetta er bara allt of gott, Trópíinn ekki alveg frosinn í gegn svo það er auðveldlega hægt að borða hann. Umm, ætla að fá mér svona í kvöld eftir æfinguna
Lífstíll | Breytt 30.3.2009 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 13:55
Taka á því núna
Var svolítið hissa á niðurstöðum síðustu vigtunar. Átti nefnilega von á því að hafa farið aftur upp í níutíu og eitthvað en náði að léttast. Nú ætla ég að reyna að vera extra dugleg í þessari viku. Hef nefnilega síðust vikur verið að léttast alltaf en svo hafa komið vikur inn á milli sem ég er aðeins að þyngjast. Kannski er það alveg eðlilegt, ég veit það ekki.
Vorum að ákveða ég og kallinn í gær að hafa sameiginlegt stutt markmið. Þegar ég verð komin niður í 85 kg og hann niður í 92 kg (er núna 95,7 kg) þá megum við kaupa okkur soldið í verðlaun. Nú er ekki nóg með að ég verð að hvetja sjálfa mig áfram heldur verð ég að vera hörð að reka kallinn áfram.
Vona bara að honum sé sama að ég sé að blasta því á vefinn hvað hann er þungur, er það ekki örugglega ástin mín?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 14:11
Skil þetta ekki!!
Vigtun í morgun sem gekk mjög vel. Skil það ekki alveg því mér fannst ég hafa verið að borða svolítið illa í vikunni. En allavega þá sagði vigtin 88,8 kg sem er minnkun um 1 kg frá síðustu viku. Að sjálfsögðu er ég alveg í skýjunum yfir því, var nefnilega svolítið hrædd um að hafa þyngst í þessari viku.
Nú er bara að standa sig enn betur í næstu viku
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 10:34
Hlaut að koma að því!!
Ég vissi að þetta myndi gerast einhvern tímann í átakinu. Hef verið að standa mig frekar illa að undanförnu. Hef verið að borða frekar óskynsamlega og hreyfði mig ekkert í gær. Tók smá æfingu á þriðjudaginn en þá er ég vön að hvíla. Æfði svo ekkert í gær og keypti meira að segja smá nammi sem ég kláraði. Finnst þetta ferlega skítt af mér að gera svona en þetta er liðið og ætla ég ekkert að vera að velta mér upp úr þessu. Ég veit bara að ég á eftir að finna fyrir því í næstu vigtun
Börnin búin að vera veik þessa vikuna og þá sérstaklega annað þeirra. Hef því þurft að vera heima nánast alla vikuna. Skiptum dögunum á milli okkar ég og kallinn minn þannig að ég er alltaf hálfan daginn í vinnunni og hálfan daginn heima. Greyið mitt er búið að vera með mikinn hita og líður bara ferlega illa. Svo fann ég fyrir því að ég er sjálf að veikjast að því sama þannig að ég veit ekki hvernig verður með æfingarnar núna.
Smá sjálfsvorkunarblogg hérna í gangi, veit það alveg
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 08:42
Áttatíu og eitthvað
Ég var ekkert smá ánægð núna um helgina. Ég var ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir vigtun á laugardaginn en það var algjör óþarfi. Steig á vigtina sem sagði 89,8 kg. Búin að bíða eftir að sá svona tölu í mjög langan tíma. Var síðast áttatíu og eitthvað rétt áður en ég varð ófrísk af seinna barninu sem verður 3 ára í maí. Semsagt búin að bíða eftir þessu í þrjú og hálft ár
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 14:45
Blehh..
Er búin að vera eitthvað voðalega andlaus í dag. Skil ekkert í mér, ákvað að fá mér upphitaðan mat hádeginu (afgang af salsakjúlla) og er með þvílíkan móral eftir það því mér finnst ég hafa borðað allt of mikið. Ætla reyndar að fá mér bara eitthvað létt í kvöld en mér er alveg sama.
Það er liggur við hálft starfsliðið í vinnunni í einhvers konar átaki um þessar mundir. Ég hef ekkert verið að tala um þetta í vinnunni og því mér finnst bara fyndið þegar fólk talar endalaust um þetta. Mér hefur alltaf fundist að þú eigir frekar að gera eitthvað í hlutunum heldur en að tala um þá. Láta verkin tala.
Er alveg búin að vera dugleg að hreyfa mig í vikunni en mér finnst ég alltaf vera að borða of mikið þó ég sé í rauninni ekki að gera það. Fer alltaf að stressa mig þegar líður að vigtun, er eitthvað þvílíkt paranoid. Langar svo mikið til að vera búin að léttast í þessari viku en er alls ekki viss hvernig það gengur. Kemur bara í ljós
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 12:55
Smá þyngdaraukning
Skellti mér á vigtina á laugardaginn og sá þá að ég var búin að þyngjast um 0,5 kg og komin upp í 90,9 kg. Átti alveg von á þessu, bæði út af því að ég var vel að sukka um helgina (árshátíð og nammidagur) og svo er ég búin að vera að léttast mjög hratt síðustu vikur. Var að missa um 1,5 kg að meðaltali síðustu vikur sem er aðeins meira en talið er eðlilegt. Vissi því alveg að það myndi koma að því að vigtin myndi sýna aukningu, láta líkamann aðeins komast í jafnvægi. Var meira að segja ekki einu sinni pirruð út af þessu. Hefði alveg viljað sjá lægri tölu en það kemur bara næst.
Verð bara svakalega dugleg í þessari viku. Er reyndar alltaf svo tóm í hausnum hvað ég á að fá mér að borða, þvílíkt hugmyndasnauð eitthvað. Þarf að leggja hausinn í bleyti.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2009 | 13:40
Helv... hnéð
Er að farast í vinstra hnénu. Hef alltaf í gegnum tíðina fengið í hnéð en ég hef alltaf tengt það því að ég hef náttúrulega svo lengi verið of þung. En nún er ég búin að vera að léttast og fyrst núna er ég byrjuð að finna fyrir því. Veit alveg að þetta er tengt því að ég er bara að setja of mikið álag á það, æfa of mikið. Er bara að vona að þetta jafni sig að sjálfu sér, hefur alltaf gert það og ég á ekki von á neinu öðru núna.
Er svona temmilega bjartsýn fyrir vigtunina á morgun. Hef ekki mikla trú á því að ég sé búin að léttast núna, vona bara að ég sé ekki búin að þyngjast neitt mikið, stefni á það.
Ég er ánægð með það hversu æfingarnar eru orðnar hluti af rútínunni hjá mér. Þori ekki að sleppa út æfingu, eða detta í óhollustu þegar ég má það ekki því þá er svo hætt við að ég geri það aftur. Þetta er nefnilega málið hjá mér, ég veit að ég er ekkert að fara að fitna t.d. ef ég leyfi mér smá súkkulaði. En bara það að leyfa sér að fá sér er ég svo hrædd við. Þegar ég byrja að leyfa mér eitthvað smá er ég hrædd við að það gerist aftur og aftur og svo gefst ég upp. Ég er því að passa mig svakalega að falla ekkert og standa mig eins vel og ég get.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 15:36
Taka á því!!
Nú skal sko tekið á því fyrir alvöru. Var náttúrulega á árshátíð á föstudaginn og svo nammidagur daginn eftir. Svindlaði pínu í dag og fékk mér eina bollu í tilefni dagsins. Sleppti reyndar rjómanum, finnst þær bara miklu betri rjómalausar.
Stefni á það að hafa ekki þyngst mikið í þessari viku. Ætla svo að reyna eftir tvær vikur að vera komin niður í áttatíu og eitthvað. Nokkur ár síðan ég var áttatíu og eitthvað þannig að ég hlakka mjög mikið til. En það verður að hafa fyrir þessu eins og öðru.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar