Færsluflokkur: Lífstíll

Er ekki verið að grínast í mér??

Já eigum við ekki bara að segja að ég er orðin aftur veik.  Þetta er alveg að fara með mig.  Fer eiginlega mest í skapið á mér.  Náði að taka góða æfingu á sunnudags- og mánudagskvöldið og svo bara stutta æfingu í gærmorgun.  Um kvöldið fann ég að ég var orðin aftur veik og hef ég því ekkert gert í dag.  Veit ekki hvernig þetta á eftir að vera hjá mér.  Svo eru náttúrulega að koma páskar og var búin að ákveða að leyfa mér tvo nammidaga þá helgina.  Veit ekki hvort ég eigi eitthvað að vera að stressa mig á þessu, leyfa bara veikindunum að ganga yfir og byrja svo á fullu þegar ég verð orðin góð.  Ég hef það bara alltaf á tilfinningunni að ég sé eitthvað að svindla þegar ég ligg upp í sófa og geri ekki neitt. 

Talandi um svindl ég fékk mér smá nammi í kvöld.  Ég veit, ég veit skamm skamm ég.  Er bara búin að vorkenna mér svo mikið í dag að ég varð bara að leyfa mér þetta.  Eiginmaðurinn er búinn að hafa allnokkur tækifæri til að taka fiðluna á mig í dag en hann er alltaf svo góður við mig að hann er alveg búinn að sleppa því Wink


Ný vigt

Hef voðalega lítið getað æft í vikunni vegna veikinda, en ákvað samt sem áður að vigta mig í morgun.  Eftir að hafa vigtað mig einu sinni kláruðust batteríin í vélinni.  Þetta eru einhver voða fancy, smancy batterí og höfum við þurft að skipta ansi oft um batterí í þessari vél.  Þar sem þessi fínu batterí eru alls ekki ódýr og duga stutt ákváðum ég og eiginmaðurinn að fjárfesta í nýrri vigt.  Vigtaði mig síðan á henni og mældist 86,1 kg.  Hafði vigtað mig einu sinni um morguninn á gömlu vigtinni og mældist á henni 86,7 kg sem þýðir að nýja vigtin er að vigta mig aðeins léttari.  Nú veit ég ekkert hvor vigtin er "rétt" en þar sem ég á eftir að vigta mig á nýju vigtinni framvegis ætla ég að skrá þá tölu.  Ekki út af því að hún kom með lægri tölu, heldur bara út af því að ég nota hana framvegis.

Ef einhvern vantar vigt sem þarf dýr batterí endilega hafið bara samband Wink


Enn veik

Er nett pirruð á þessu ástandi, langar svo til að æfa en get það ekki.  Veit alveg að ég á ekki að vera neitt að stressa mig á þessu þar sem það er nákvæmlega ekkert sem ég get gert að þessu.  Ætla nú samt alveg að vigta mig á morgun.  Ég ætla að reyna að svekkja mig ekki á því þegar ég sé að ég er búin að þyngjast en ég er alls ekkert viss um að það takist hjá mér Frown

Veikindi

Ansans, árins!!  Er búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöldið.  Með beinverki, kvef, hálsbólgu og hausverk.  Er ekki alveg að fíla þetta, hundleiðist að hanga heima og geta lítið gert.  Verst finnst mér þó að geta ekkert æft.  Tók létta æfingu á þriðjudagskvöldið og síðan þá er ég bara búin að vera frá.  Hef ekkert mætt í vinnuna í tvo daga en ætla mér að mæta á morgun.  Er nett pirruð á þessu en við þessu er varla neitt að gera.  Mig langar bara svo til að æfa að ég er að fara yfir um hreinlega!!

Eintóm gleði

Þetta gengur bara mjög vel hjá mér núna.  Það er örugglega hundleiðinlegt að lesa þetta blogg, allt flæðandi í hamingju bara.  Reyndar held ég nú að það séu mjög fáir að lesa þetta hérna hjá mér.  Er svona meira líka að gera þetta fyrir sjálfa mig.  Bæði heldur þetta mér við efnið og svo er gaman að lesa svona eftirá hvað maður var að gera Smile.

Var einmitt að lesa þetta yfir um daginn og það er ótrúlegt eitthvað hvað þetta er búið að líða hratt.  Var að skrifa um það hvað ég hlakkaði til þegar æfingarnar eru komnar í rútínu og það er langt síðan það gerðist hjá mér.  Ég er líka komin í ótrúlega mikla rútínu með þetta sem mér finnst líka best.  Er alveg eins og litlu börnin, þrífst best í skipulagi og rútínu.


Mjög, mjög ánægð

Vigtaði mig í morgun og er rosalega ánægð með hvað stóð á vigtinni.  Er núna 86,5 kg sem er 1,4 kg minnkun frá því í síðustu viku.  Nú er bara að njóta nammidagsins og svo er haldið áfram í átakinu á morgun.

Vikan búin

Já, hvur andskotinn eru þessar vikur fljótar að líða eitthvað.  Finnst bara alltaf vera föstudagur.  Eða svona næstum því Tounge

Vigtun á morgun og ég er alveg ágætlega ánægð með þessa viku.  Er búin að vera að standa mig alveg vel en þó er ekkert endilega öruggt að ég sé að fara að missa eitthvað mikið.  Er búin að vera að missa vel að undanförnu, þannig að líkaminn hlýtur að þurfa smá tíma til að jafna sig.  Vona bara að ég þyngist ekki mikið, við sjáum bara til.


Hressa mig við

Er alltaf eitthvað svo blehh svona um miðjar vikur.  Veit aldrei neitt hvað ég á að fá mér að borða, er samt ekkert að missa mig neitt í óhollustunni sem betur fer.  Er bara eitthvað svo hrikalega hugmyndasnauð hvað ég eigi að hafa í matinn og svona.  Mér finnst ég nánast alltaf vera með það sama í matinn.  Þarf að hella mér yfir uppskriftabækurnar í páskafríinu. 

Þriðjudagar eru hvíldardagar hjá mér, s.s. ég æfi ekki neitt á þeim.  Fannst alveg ferlega asnalegt að vera bara að gera ekki neitt meðan eiginmaðurinn var alveg svakalega duglegur.  Ég fékk bara nett samviskubit við að horfa á hann.  Ég vona að hann fyrirgefi mér þetta Tounge


BMI stuðull

Er bara mjög ánægð með stöðuna eins og hún er í dag.  Er búin að vera að reikna út BMI stuðulinn minn eftir vigtanir og er hann núna í 31,1.  30 og yfir er offita, milli 25 og 29,9 er ofeldi og 18,5 til 24,9 er kjörþyngd.  Ég veit alveg að þessi stuðull tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar, t.d. er fólk misbeinastórt og sumir vöðvamiklir meðan aðrir eru píslir.

En fyrr má nú andskotinn vera.  Til að ég komist í "kjörþyngd" þá þarf ég að ná að vera 70 kg.  Það skal sko enginn segja mér að þegar ég verð orðin 75 kg þá verði ég enn of feit.  Ég bara skil ekki svona.  Getur örugglega skemmt fyrir sumum svona heimskulegar viðmiðanir. 

Og á sama tíma og ég er að hneykslast yfir þessu er ég að reikna þetta út í hverri viku.  Svona getur maður verið sérstök, eigum við ekki bara að segja það!!


Vei, 10,1 kg!!

Þetta gekk eftir sem ég var að vona, er búin að ná 10,1 kg af mér.  Fór á vigtina í morgun og mældist 87,9 kg.  Er rosalega sátt með að vera búin að ná af mér rúmlega 10 kg frá áramótum.  Nú er bara að halda áfram, næst er stefnan sett á 85 kg, stefni á að vera búin að ná því fyrir lok apríl. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband