Færsluflokkur: Lífstíll

Óvænt

Átti ekki von á því að vera neitt búin að léttast í morgun.  Er búin að vera veik og gat ekkert æft síðustu daga.  Var alveg sátt við að vera ekkert búin að léttast en viti menn ég missti 0,6 kg.  Skil það samt eiginlega ekki en er mjög ánægð.  Er semsagt núna 82,3 kg þannig að þetta er allt að gerast hjá mér Smile


Veikindi

Jæja, þá er ég orðin veik einu sinni enn.  Þetta er farið að vera svolítið leiðinlegt, gat ekkert æft í gær og sleppti mér aðeins í mataræðinu.  Vigtaði mig í morgun (sem ég geri annars aldrei utan vigtunardaga) og er búin að þyngjast síðan síðast.  Kom mér ekkert á óvart.  Er samt búin að passa mig í dag.  Finnst samt verst að geta ekkert æft í kvöld.  Ætla nú samt sem áður að vigta mig og skrá í fyrramálið.

Þunglyndi

Úff, þetta eru búnir að vera mjög erfiðir síðustu dagar.  Ég hef átt það til síðan ég eignaðist börnin mín að detta niður í þunglyndi.  Fékk fæðingarþunglyndi eftir að þau fæddust og fór á þunglyndislyf vegna þess.  Er reyndar fyrir löngu hætt á þeim núna.  Oftast hristi ég þetta alveg af mér mjög fljótt en núna var þetta í nokkra daga.  Fór heim úr vinnunni aðeins fyrr í gærdag og lagðist fyrir heima.  Borðaði nammi og ég veit ekki hvað og hvað.  Sem betur fer var þetta frídagurinn minn í æfingum þannig að ég þarf alllavega ekki að hafa samviskubit yfir að hafa sleppt æfingu.

En sem betur fer líður mér mun betur núna, er ekki alveg 100% en þetta er allt að koma.  Ætla að æfa vel í kvöld og athuga hvort mér líður ekki betur eftir það Smile


Ánægð með helgina

Vigtaði mig á laugardaginn og var bara mjög ánægð með árangurinn.  Er komin niður í 82,9 kg sem þýðir að ég missti 1 kg í þessari viku.  Var bara mjög sátt með það, gæti ekki verið ánægðari.  Tók síðan góða æfingu í gærkvöldi, alltaf gott að svitna vel.

Vigtun á morgun

Er bara pínu stressuð fyrir þessari vigtun.  Gekk svo vel síðasta laugardag og því finnst mér það mjög hæpið að ég eigi eftir að missa eitthvað mikið núna.  Vona bara að ég sé ekki búin að þyngjast, öll "léttun" er góð Smile

Var á sundnámskeiði með börnunum í gær.  Það neikvæða við þetta er að þegar ég æfði um kvöldið þá var ég svolítið dösuð.  Er alltaf frekar þreytt eftir svona sundferðir en ég lét mig nú samt hafa það að taka hálftíma á undratækinu mínu.  Eitt enn pínu slæmt við þessar sundferðir er sú tilhneiging að ég þarf að pissa á ca. 10 mínútna fresti nokkra klukkutíma eftir sundferðina.  Þetta þýðir að eftir 5 mínútna æfingu á tækinu var ég alveg að pissa í æfingabuxurnar.  Tókst reyndar að blokka það og kláraði æfinguna Blush


Sundnámskeið og fleira

Var að byrja með börnin mín tvö á sundnámskeiði sem verður tvisvar í viku.  Líst bara mjög vel á þetta námskeið, um að gera að leyfa þeim aðeins að venjast vatninu áður en eldra barnið byrjar í grunnskóla.

Er annars búin að vera að standa mig ágætlega í vikunni, æfa vel og mataræðið búið að vera sæmilegt.  Finnst ég reyndar stundum vera að borða aðeins of mikið í kvöldmat en annars er þetta fínt.  Hef ekkert nammi fengið mér né verið í óhollustu á kvöldin.  Vonast til að vera búin að léttast eitthvað á laugardaginn, hef samt engar brjálaðar væntingar þar sem ég léttist svo mikið síðasta laugardag.  Vona bara að ég sé ekki búin að þyngjast neitt.


Jahérna hér

Ætlaði að vera svo dugleg þá vikuna 7.-12. ágúst og byrjaði alveg vel en náði svo að veikjast.  Hef sjaldan verið eins fúl eins og þá vikuna.  Þar af leiðandi lagðist ég að sjálfsögðu í sukkið líka þá.  Mér finnst eins og ég þurfi annaðhvort að taka þetta af trukki eða bara alls ekkert.  Fór síðan í sumarbústaðarferð þá um helgina og skemmti mér alveg rosalega vel og borðaði vel.  Eftir þá helgi steig ég mjög kvíðin á vigtina sem sagði 86,1 kg.  Margir mánuðir síðan ég var í þeirri þyngd síðast.

En ég lét þetta ekkert draga mig niður, ég ætla að komast í form og ekkert meira með það.  Tók svo mjög vel á því núna í síðustu viku.  Ekkert nammi og æfði á hverjum einasta degi og svitnaði eins og svín.  Þetta gekk líka vel hjá mér, missti 2,2 kg og er því komin niður í 83,9 kg.  Var bara mjög ánægð með það, meira en ég átti von á.

Var að æfa í gær eins og harðsperrurnar mínar minna mig ágætlega á í dag.  Ætla svo að svitna aðeins  meira í kvöld, hlakka til Smile 


Úff

Hef ekki mikið að segja, vísa bara í vigtunina.  Klikka á myndina af mér.

Taka þrjúhundruð að mér finnst :)

Jæja, er komin aftur í gírinn núna.  Eftir tvær vikur af nammiáti og lítilli hreyfingu þá ætla ég að byrja aftur.  Voðalega hefur þetta verið eitthvað erfitt hjá mér.  Erfitt að byrja aftur. 

En núna ætla ég að standa mig.  Humm, mér finnst ég reyndar hafa skrifað nákvæmlega þetta sama hérna áður.  En hvað um það, vigtaði mig í gærmorgun og niðurstaðan kom mér ekkert á óvart.  Vigtin sagði 85,4 kg og veit ég alveg afhverju það er.  Bara slæmir lifnaðarhættir síðastliðnu vikur. 

Ætla mér að standa mig núna.  Er nefnilega að fara með kallinum til útlanda í nóvember og langar svo svakalega til að geta keypt mér einhver flott föt úti.  Ferlega leiðinlegt að fara til útlanda eins og síðustu skipti hjá mér og geta voðalega lítið keypt sér því ég er svo feit Angry


Slen á mér

Er búin að vera mjög löt núna upp á síðkastið.  Ekki búin að hreyfa mig mikið, veit alveg upp á mig skömmina.  Búnar að vera frekar erfiðar síðustu vikur en mér sýnist vera að birta til núna.  Ég fer að byrja aftur bráðlega, ekki seinna en á sunnudaginn.  

Ætla að taka út markmiðin sem ég setti mér fyrr í sumar.  Finnst ekki þægilegt að vera með svona því þegar mér gengur ekki vel þá vil ég frekar bara hætta alveg því ég veit að ég á ekki eftir að ná takmörkunum mínum.  Ég veit, er frekar skrýtin en svona er þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband