Færsluflokkur: Lífstíll
24.10.2009 | 18:41
Mjög sátt
Var bara mjög ánægð með vigtunina í morgun. 80,4 kg sem þýðir minnkun um 0,6 kg þessa vikuna. Er sérstaklega sátt þar sem ég var veik þessa vikuna og æfði lítið.
Nú ætla ég að taka vel á því næstu vikuna því ég er að fara út eftir 11 daga. Ég ÆTLA mér að vera komin niður fyrir 80 kg um næstu helgi og ekkert röfl!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2009 | 21:28
Aftur af stað
Sem betur fer varð nú ekkert mikið úr þessum veikindum mínum. Smá hósti svona ennþá en það er ekkert alvarlegt. Æfði í fyrsta skipti í dag síðan á mánudaginn. Tók svona semi vel á því, vildi ekki eiga í hættu að slá niður.
Er ekkert allt of bjartsýn fyrir morgundeginum. Ætla að vigta mig en býst ekkert við neinum brjáluðum tölum. Bæði hef ég ekki æft eins mikið og venjulega og svo fékk ég mér smá nammi í veikindunum. Veit alveg upp á mig sökina, var bara allt of góð við sjálfa mig. Þýðir ekkert að láta það draga sig niður, vona bara að ég verði ekki búin að þyngjast mikið á morgun. Vonandi næ ég að halda mér í áttatíuogeitt komma eitthvað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2009 | 11:21
Smá pása
Það hlaut að koma að því að ég veiktist líka. Nánast allt starfsfólkið búið að vera frá vegna veikinda og því hlaut bara að koma að mér. Fór heim á hádegi í gær, ferlega slöpp. Æfði náttúrulega ekki neitt í gær og fékk mér nammi. Leið alveg ferlega eftir það en ákvað að vera ekkert að svekkja mig á því. Steig á vigtina í morgun og hún sýndi 81,3 kg sem er mjög svipað og síðast.
Mætti síðan í vinnuna í morgun því ég vissi að það myndu svo margir vera frá í dag og það þarf alltaf einhver að koma hlutunum af stað. Náði að gera það og er síðan að hugsa um að fara heim í hádeginu aftur. Finn alveg að ég er ferlega kraftlaus eitthvað en er sem betur fer ekki með neinn hita.
Og hér með lýkur þessum vælupósti!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2009 | 15:33
Mikil veikindi í vinnnunni
Úff, verð nú eiginlega að viðurkenna að ég hef oft átt auðveldari daga í vinnunni. Vantaði nánast hálft starfsfólkið vegna veikinda, smá ástand á staðnum!! Var ekkert ofsalega hress sjálf, en skánaði mikið eftir því sem leið á daginn.
Er að reyna að standa mig vel núna í þessari viku, ekkert svindl og ætla að æfa alveg á fullu. Er eitthvað að stressa mig af því að ég fór í hádeginu á Salatbar Eika að borða og fékk mér tvisvar á diskinn. Ætla bara að fá mér skyr og ávexti í staðinn í kvöld og æfa svo vel.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2009 | 12:12
Góður dagur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2009 | 15:51
Hlakka til á morgun
Úff ég vona svo sannarlega að þetta eigi eftir að verða góður vigtunardagur á morgun, haldið ekki að mín eigi bara afmæli á morgun. Er að vera 31 árs sem mér finnst soldið mikið skrýtið þar sem mér finnst ég bara vera 25 ára!! Hversu lengi getur maður sagt að maður sé rúmlega 25 ára?
Vona að það eigi eftir að ganga vel í vigtuninni á morgun. Ef ég þyngist aftur þá er nú bara eitthvað mikið að. Finnst ég hafa staðið mig vel í þessari viku, ekkert svindlað og æft vel. En svo er það nú oftast þannig að þegar mér finnst ég hafa staðið mig vel þá gengur ekki vel á vigtinni. Veit reyndar alveg að ég er búin að bæta á mig vöðvum líka og vöðvar eru náttúrulega þyngri en fita þannig að kannski á maður ekki bara að einblína á vigtina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2009 | 13:41
Gengur bara ágætlega
Er bara nokkuð sátt við það hvernig vikan er búin að ganga hjá mér. Eina sem ég hef "misst" mig í er að ég fékk mér eitt kex í hádeginu í gær. Mér finnst það ferlega ólíklegt að það eigi eftir að hafa mikil áhrif í vigtuninni.
Ætla að æfa í kvöld og taka vel á því. Manni líður alltaf svo rosalega vel þegar ég er búin að taka vel á því. Finnst svo gott að teygja vel síðan á eftir. Hlakka bara til!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2009 | 08:33
Pínu sjokk
Eins og ég var nú hissa hvað ég var búin að missa mikið í síðustu viku varð ég alveg jafnhissa í þessari viku. En það leiðinlega var að þetta var ekkert sérstaklega jákvætt núna. Steig á vigtina sem sagði mér að ég var búin að ÞYNGJAST um 1,3 kg og var 83,6 kg. Er ekki alveg að skilja þetta. Ég æfði vel eins og venjulega og var ekkert að missa mig neitt alvarlega í matnum. Finnst þetta ferlega skrýtið og pínu fúlt.
En það þýðir ekkert að vera eitthvað að svekkja sig yfir þessu, ég ætla bara að gera miklu betur í þessari viku. Ekkert svindl, ekki einu sinni pínu svindl, eins og eitt kex. Það verður harkan sex þessa vikuna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2009 | 15:41
Erfiður dagur
Búið að vera alveg svakalega erfiður dagur í vinnunni. Veit ekki hvort að veðrið er að fara svona með alla, er allavega alveg búin á því núna.
Þetta er búið að vera alveg ágæt vika, hef ekkert misst mig neitt brjálæðislega en heldur ekkert verið að standa mig 100%. Á ekki von á því að ég sé búin að missa neitt á morgun. Átti nefnilega ekki von á því að vera búin að missa neitt í síðustu viku en missti þá rúmt hálft kíló. Vona bara að ég sé búin að standa í stað eða þyngjast mjög lítið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 13:45
Vondur hádegismatur
Hef það eiginlega fyrir reglu að ef ég veit að ég er að fara að fá eitthvað almennilegt í kvöldmat þá borða ég minna í hádeginu. Í dag ætla ég t.d. að hafa mexíkóskt lasagne og því fékk ég mér bara skyr og gulrætur. Ég væri að stórýkja ef ég segðist vera pakksödd núna, eiginlega bara langt í frá. Ætla að fá mér smá á eftir og svo borða í kvöld. Ég veit náttúrulega að mataræðið er 70% af því að vera í átaki og hreyfing 30%.
Frídagurinn minn í gær og fékk ég mér smá lakkrís um kvöldið. Var bara aðeins að testa mig, hef nefnilega verið með svo mikinn svima upp á síðkastið og tengi það lágum blóðþrýstingi. Lakkrís á einmitt að hækka blóðþrýstinginn. Ætla samt að passa mig sérstaklega í kvöld og taka vel á því í æfingunum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar