Gengur vel

Vigtun um helgina sem gekk bara skrambi vel.  Á vigtinni stóð 81,5 kg sem er minnkun um 1,7 kg.  Það var miklu meira en ég var búin að vona.  Vissi alveg að ég væri búin að missa eitthvað en ekki svona mikið.

Fórum síðan í sveitina um helgina þar sem var dottið í það nammilega séð á laugardag og sunnudag.  Fékk alveg þvílíkan móral yfir því en ætla að halda striki í dag.  Er síðan að fara upp í bústað á fimmtudag og ætla því að vigta mig þá um morguninn og svo næst laugardaginn 6. júlí.  Veit samt alveg að ég á ekkert eftir að vera búin að missa neitt á fimmtudeginum en þetta er bara svona til að halda mér við.  Þannig að ég missi mig ekki alveg Smile


Voff, voff

Vigtun á morgun og ég skal hundur heita ef ég er ekki búin að léttast neitt.  Ætla að velja mér nafnið Lubbi Wink

En annars er ég búin að standa mig mjög vel bara þessa vikuna.  Það eina sem er að hrjá mig er helv... sviminn.  Þarf að fara að taka vítamín aftur.  Er með svo lágan blóðþrýsting en læknirinn minn sagði að það væri bara fínt mál.  Er samt alveg viss um að það eigi eftir að líða yfir mig í eitthvert skiptið sem ég stend upp og það er ekkert svo svakalega fínt mál!!


Aftur af stað

Mikið er nú gott að vera byrjuð aftur í átakinu.  Búið að ganga mjög vel núna í vikunni, er búin að vera dugleg í mataræðinu og æfa vel.  Fór í sund í gær á frídeginum mínum í gömlu ræktina mína.  Var alltaf að æfa þarna áður en ég varð ófrísk af fyrra barninu mínu.  Náði af mér rúmlega 20 kg þarna rétt áður en það kom barn í bumbuna.  Fékk svona pínu flashback að koma þarna.  Langaði allt í einu hrikalega mikið að vera að æfa þarna.  Hver veit hvað maður gerir þegar kallinn er búinn í skólanum en eins og staðan er í dag væri það bara hreinlega eins og að henda pening út um gluggann að fara að borga fyrir líkamsræktarkort.  Ætla bara að halda mig við það að vera að æfa heima í bili. 

Syndajátning

Þá eru komnar tæpar tvær vikur síðan ég byrjaði í "pásunni" og núna er hún búin.  Var með nammidag í gær (eins og alla daga síðustu tvær vikur!!) en í dag skal tekið á því.  Er búin að hreinsa allt nammi úr skápnum og svo steig ég á vigtina.  Ég vissi alveg að ég væri búin að þyngjast, finn það alveg á fötunum enda væri annað skrýtið þar sem ég er búin að púla einu sinni síðan 8. júní og borða nammi hvert einasta kvöld.  Var alvarlega að pæla í því hvort ég ætti að stíga á vigtina núna eða bara næsta laugardag eftir vikuátak en ákvað að gera það núna þó það yrði sárt.  Með því að stíga á hana núna þá sé ég einhvern árangur á laugardaginn.  Leiðinlegt að vigta sig bara á laugardaginn og vera samt þyngri þá en ég var í vigtuninni þar áður.

Var að vonast til að vera ekki komin yfir 85 kg, hefði sætt mig við 84 komma eitthvað.  Steig á vigtina og hún sagði 83,2 kg sem er þynging um 1,4 kg.  Var alveg sátt við það, hélt að ég væri orðin miklu þyngri.

Skelli þessari tölu inn á vigtunartölurnar mínar og ætla að setja mér markmið þar líka.

Nú skal sko tekið á því Angry


Smá pása

Já ég veit að það er alveg týpískt að taka pásu og hætta og bæta öllu á sig aftur.  Ég er bara búin að vera mjög heilsulaus síðustu 10 daga eða svo en er öll að koma til núna.

Fór á hrikalegt djamm mánudaginn 10. júní og það var alveg hrikalega gaman.  Kannski þarf ekki að minnast á það að ég var frekar slöpp daginn eftir og leyfði mér bara að taka pásu þá.  Daginn eftir ætlaði ég að byrja aftur á fullu en fór þá að finna fyrir G (ætla ekki að skrifa það því það er svo ósmekklegt!!).  Ákvað þá eiginlega að leyfa mér að fá eina fríviku.  Eftirá var það ekki vitlaus hugmynd því ég varð bara verri og verri af G og svo á föstudaginn var ég alveg að drepast og fór þá að finna til í hálsinum líka.  Alveg hreint frábær dagur.  Auk þess að vera að drepast í G þá fékk ég háan hita og lá í nokkurskonar móki alla helgina.  Á mánudaginn byrjaði hitinn að lækka og byrjaði líka að skána í G.  Ég fór til læknis sem setti mig á sýklalyf því ég var komin með streptókokkasýkingu.  Rosa gaman.

Þannig að ég er ekkert búin að gera í ca. 10 daga.  Ég var alveg búin að eiga von á þessu því það er komið sumar og svona.  Rútínan er ekki alveg til staðar á sumrin og því veit ég að ég á ekki eftir að vera eins staðföst.  Er búin að setja mér tvö markmið.  Ná undir 80 kg fyrir lok ágúst og vera komin í 75 kg um næstu jól!!!

Skal standa við það Smile


Laugardagsvigtun

Var að vigta mig í morgun eins og venjulega á laugardögum og þetta kom bara ágætlega út.  Sérstaklega miðað við að ég þyngdist um 0,6 kg í síðustu viku og var svolítið slöpp í þessari viku.  En allavega ég mældist 81,8 kg sem er minnkun um 0,7 kg frá síðustu viku.  Get ekki verið annað en ánægð með það Smile

Helgin framundan

Þetta verður mjög skrýtin helgi svo ekki sé meira sagt.  Ég er að fara að vinna í fyrramálið sem er mjög óvenjulegt sérstaklega miðað við á hvernig vinnustað ég vinn.  Svo er ég bara allan daginn í fríi, engin börn og enginn kall heldur.  Kallinn að fara í síðasta prófið sitt í skólanum og svo óvissuferð og börnin verða hjá ömmu og afa allan daginn og sofa síðan heima hjá þeim um kvöldið.  Það var nefnilega á planinu að ég væri líka að fara í ferð en svo bara frestaðist hún og ég bara í fríi allan daginn.

Ég bara veit eiginlega ekki hvað ég á að gera af mér.  Hef bara aldrei lent í þessum aðstæðum áðurTounge

Náði alveg að æfa eins og brjálæðingur í gær, sagði bara hálsbólgunni stríð á hendur og vann.  Er ekkert smá ánægð með mig, ekkert slöpp núna og get æft vel í kvöld.  Er mun bjartsýnni núna fyrir vigtuninni á morgun.  Vonandi næ ég að léttast eitthvað, allavega ekki að þyngjast eins mikið og síðast.


Helvítis fokking...!!

Jább, er orðin veik aftur.  Ég er farin að hafa smá áhyggjur af þessu, er ekki alveg að skilja hvernig ég get verið svona oft veik.  Ég er mjög pirruð á þessu.  Ætla að sjá til hvernig kvöldið verður, hugsa nú samt að ég láti mig hafa það að æfa, nema ég verði alveg að deyja.  Gat nefnilega ekkert æft í gær og var alveg friðlaus.  Finnst alveg hundleiðinlegt að missa svona úr æfingu, sérstaklega í þessari viku þegar ég ætlaði að vera svo mega dugleg Frown

Ekkert þunglyndi hér á bæ!!

Það þýðir sko ekkert að leggjast í eitthvað þunglyndi þó að maður hafi þyngst eitthvað í síðustu viku.  Nú er bara að vera enn ákveðnari að gera betur í þessari viku.

Fékk mér ekkert nammi nema á heilaga nammideginum mínum á laugardaginn.  Það þýðir nefnilega ekkert að vera að svindla neitt inn á milli.  Maður þarf alltaf að borga fyrir það.  Nú er hvíldardagur frá æfingum og ég ætla bara að brjóta saman þvott og horfa á Biggest Looser í staðinn.


Þyngdaraukning

Já já, ég hefði svosem getað sagt mér þetta sjálf.  Hefði verið eitthvað skrýtið hefði ég ekki þyngst þessa vikuna.  Mældist 82,5 kg sem þýðir aukning um 0,6 kg frá síðustu viku.  Það er bara gott að fá svona spark í rassinn.  Þetta þýðir að ég verð aldeilis að standa mig í þessari viku. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband