Erfið vika

Er búin að vera algjör slugsi þessa vikuna.  Fórum í útilegu um síðustu helgi og þá var náttúrulega sukkað mikið.  Er síðan búin að vera bara í namminu og hreyfa mig ekki neitt þessa vikuna. 

Búið að vera frekar erfitt andlega, vil ekkert fara frekar í þá sálma.  Vigtaði mig í morgun og vigtin sagði 83,7 kg.  Er nú ekkert að stressa mig neitt sérstaklega á þessu neitt.   Bjóst alveg við að vera þyngri ef ég á að segja alveg eins og er.  Ætla síðan að byrja aftur af fullum trukki á sunnudaginn.  


Finally!!

Er mjög ánægð núna.  Var að vigta mig áðan og hún sagði 82,6 kg.  Loksins einhver árangur hjá mér.  Ég líka púlaði eins og andskotinn þessa vikuna og er því fegin að það sé eitthvað að gerast.

Held ótrauð áfram

Var bara búin að steingleyma að setja inn vigtunina frá því á laugardaginn.  Eða kannski vildi ég bara frekar gleyma henni.  Gekk ekki vel.  Var 84,2 kg á laugardaginn sem þýðir minnkun um aðeins 0,2 kg frá því í vikunni áður.  Var ekki að ná þessu fyrst en svo ákvað ég að sætta mig við þetta og gera bara miklu betur næst.

Er búin að vera mjög dugleg í vikunni og skal hafa lést eitthvað á föstudaginn.  Erum nefnilega að fara í útilegu um helgina og vigta ég mig því degi fyrr en venjulega.  Er búin að vera að passa mig mikið í mataræðinu þessa vikuna enda veit ég alveg að það er aðalatriðið að mataræðið sé í lagi.  Það er alveg hægt að æfa og æfa en ef mataræðið er ekki í lagi þá gengur ekkert.


Vigtun á morgun

Er pínu stressuð.  Þetta er búið að ganga ágætlega hjá mér frá og með þriðjudeginum nema að ég er kannski aðeins búin að borða of mikið í kvöldmat.  En æfingar góðar og ekkert nammiát. 

Mánudagurinn var aftur á móti alveg hrikalegur, átti eitthvað voðalega bágt þá og fékk mér nammi.  Ekki gott!!

Vigtun á morgun og er frekar stressuð.  Finnst á mér að ég hafi ekkert lést í vikunni, finnst ég voðalega þung eitthvað.  Varð fyrir vonbrigðum með síðustu vigtun og á von á því að þessi verði ekki mikið skárri því miður.


Óánægð

Var mjög óánægð með sjálfa mig í gær.  Var eitthvað svo þreytt að ég ákvað að æfa ekkert og fékk mér óhollan mat.  Fullt af nammi í vinnunni sem ég náði ekki að standast.  Var að sjálfsögðu svo fúl út í sjálfa mig fyrir þetta.  Er með eitthvað svo lítla mótstöðu fyrir svona dögum.  Þegar ég var í átakinu á fullu í vetur og vor var ég eitthvað svo miklu sterkari fyrir svona freistingum.

Verð einhvern veginn að reyna að peppa sjálfa mig upp og ná að standa mig vel.  Ætla að borða hollan mat í dag og æfa svo vel í kvöld.  Vil nefnilega ná mér aftur á strik!!


Smá vonbrigði

Eftir fyrstu vikuna í átakinu var ég að vigta mig í morgun.  Var á mánudaginn 85 kg og átti ég því von á því að vera allavega komin niður í 83 komma eitthvað.  En nei, nei ég var 84,4 kg.  Var pínu fúl, þar sem ég átti von á því að vera búin að missa mikið þar sem þetta var fyrsta vikan í átakinu og þá hef ég alltaf misst mikið. 

En svona er þetta.  Stefni ennþá á að vera komin undir 80 kg fyrir 1. sept en verð að viðurkenna að ég er ekkert ofsalega bjartsýn fyrir það.  En ætla svo sannarlega að reyna mitt besta Smile


Byrja aftur!!

Og þá er ég loksins byrjuð aftur í átakinu.  Er búin að setja mér það markmið að reyna að komast eins nálægt því að komast undir 80 kg í lok þessa mánaðar.  Ég veit að það er mikil bjartsýni af minni hálfu en ég ætla að reyna eins og ég get.

Þetta er mikil bjartsýni sérstaklega í ljósi þess að ég vigtaði mig mánudaginn 3. ágúst og var 85 kg !!  Átti reyndar von á því að vera komin upp í 86 kg en var mjög fegin að vera "bara" komin í 85 kg.  Nú skal bara ærlega tekið á þessu og engin miskunn.


Sumarslen

Er búin að standa mig mjög mjög illa undanfarnar tvær vikur.  Vigtaði mig föstudaginn 10. júlí og mældist þá 81,5 kg sem ég var mjög mjög sátt við.  Síðan þá er ég búin að fara í eina sukkútilegu matarlega séð og sumarbústaðarferð sem var í tæpa viku.

Ég hef ekkert hreyft mig á þessum tveimur vikum og borðað óhollt á hverjum einasta degi og skyndibitamat svona annan hvern dag.  Enda var vigtin ekker að grínast í mér þegar ég steig á hana í morgun. 85 kg takk kærlega fyrir!!!!  Aukning um 3,5 kg á tveimur vikum.  Þetta er alveg svakalegt.  Vissi alveg að ég væri búin að bæta á mig en átti kannski von á því að vera í svona 84 kg.  En ég var búin að ákveða að vera ekkert að svekkja mig á þessu í sumar.  Núna ætla ég að taka á því þangað til við förum í næstu útilegu í næstu viku.  Nú verður sko svitnað og borðað hollt næstu dagana. 

Ætla síðan að vigta mig á mánudag, eða þriðjudag í næstu viku Smile


Útilega framundan

Næsta vigtun verður á föstudaginn.  Erum nefnilega á leiðinni í útilegu á föstudaginn og þá get ég varla haldið átakinu við og heldur ekki vigtað mig á laugardaginn.

Er búin að standa mig ágætlega í vikunni, sérstaklega í æfingunum.  Er að vonast til að vera eitthvað nálægt 82 kg.  Datt nefnilega svo illa í sukkið um síðustu helgi og á þar með ekki von á því að vera neitt búin að léttast.  Finnst það líka mjög eðlilegt.  Markmið sumarsins var nefnilega að halda mér við, missa mig ekki alveg í sukkinu.


Aukning

Jæja vigtaði mig á fimmtudaginn.  Mældist 81,8 kg sem er aukning um 0,3 kg frá síðustu vigtun.  Átti alveg von á því að vera aðeins búin að þyngjast.  Ég var að vigta mig tveimur dögum fyrr en venjulega og svo var mataræðið ekki alveg upp á sitt besta í þessari viku. 

Ætla að vigta mig næst á föstudaginn 10. júlí.  Er ekki bjartsýn fyrir þá vigtun.  Er búin að vera í sukkinu frá fim-lau.  Ætla samt ekkert að vera í neinu þunglyndi yfir því.  Það er sumar og þá er alltaf erfiðara að standa sig.  Ætla að standa mig vel í þessari viku, bæði í mataræði og æfingum.   Vonandi verð ég ekki búin að bæta miklu á mig í næstu vigtun.

Er samt ekkert að stressa mig neitt hrikalega yfir þessu.  Er svona aðallega núna í sumar að reyna að halda mér við þannig að ég blási ekki út aftur og þurfi að taka allt af mér aftur.  Er búin að setja mér það markmið að vera komin undir 80 kg í lok ágúst og ætla mér að ná því Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband