Æfingaplanið mitt

Er búin að vera með mjög svipað æfingaplan síðan ég byrjaði í byrjun árs.  Í byrjun október 2008 (fimm mínútum í hrun) keyptum við hjónin okkur svona og nota ég það mjög mikið.  Síðan átti ég æfingabók eftir Ágústu Johnsson með allskonar fróðleik.  Það sem er svo mest brilliant í þeirri bók að það eru 10 mismunandi lyftingarprógrömm í henni sem miðast við að maður sé heima.  Þannig að ég er að lyfta í eina viku og fá svo öðruvísi prógramm þá næstu þannig að ég er ekki alltaf að lyfta eins.  Síðan eru skýringarmyndir með öllu saman hvernig maður á að gera æfingarnar.  Ég keypti mér líka nokkur sett af lóðum og jóga dýnu og þá var þetta komið.

Ég æfi alltaf fimm sinnum í viku.  Sunnudaga, miðvikudaga og föstudaga tek ég brennslu í tuttugu mínútur og lyfti svo.  Síðan eftir lyftingar fer ég aftur á tækið í hörkubrennslu í tíu mínútur.  Eftir það tek ég auka magaæfingar (plankann) og æfinguna þar sem maður stendur upp við vegg og myndar 90 gráðu horn (man ekki hvað hún heitir).  Síðan að sjálfsögðu enda ég á að teygja vel.

Síðan á mánudögum og fimmtudögum tek ég bara brennslu.  Þá fer ég á tækið í hálftíma, tek svo smá styrktaræfingar á eftir og teygi svo vel.  Er í fríi á laugardögum og þriðjudögum.

Mér finnst einhvern veginn ekkert svo erfitt að halda mér við þetta prógramm.  Ég ná náttúrulega að vera með sjónvarpið á því sem ég vil og er líka stundum með tónlist í eyrunum.  Ég verð að vera heima að æfa þar sem maðurinn minn er í skóla með vinnunni sinni og því er hann ekkert að koma heim fyrr en stundum á kvöldin.  Hef líka bara fundið það að mér finnst fínt að vera heima að þessu.

Hélt að ég myndi fá leið á orbiteknum en það virðist ekki vera.  Keypti mér tvö æfingamyndbönd eftir Ágústu líka en fékk fljótt leið á þeim.  Fín myndbönd og allt það en eftir nokkur skipti ekkert svo skemmtileg.

Ég er búin að vera að gera þetta sama núna síðast í byrjun árs.  Veit alveg að það hlýtur að koma að því að ég staðna og þá verð ég að fara að breyta til og þá mun ég að sjálfsögðu gera það.  Það sem er að hjálpa til er það að lyftingarprógrammið er síbreytilegt.  Svo að sjálfsögðu er ég búin að vera að þyngja lóðin mín.

Er nú mest eiginlega að skrifa þetta fyrir sjálfa mig til að muna þetta þegar ég verð orðin þvílíkt flott og fit en ef það er einhver sem getur nýtt sér þetta þá er það bara frábært Smile


Jíbbí kóla!!

Varð ekkert smá hissa í morgun.  Náði að komast í sjötíuogeitthvað.  Átti ekki von á því, er nefnilega búin að vera að svindla svolítið í mataræðinu í vikunni. 

Var að reikna þetta út, það eru ca fimm og hálft ár síðan ég var síðast sjötíuogeitthvað.  Eldra barnið mitt verður fimm ára í desember og var ég sjötíuogeitthvað áður en ég varð ófrísk.  Gaman að því.  Vil aldrei aftur verða áttatíuogeitthvað og ætla að gera mitt besta til að svo verði.

Annars var ég 79,7 kg í morgun Smile 


Asnaleg vika

Þetta er búið að vera asnaleg vika hjá mér.  Er búin að standa mig mjög vel í hreyfingunni en ekkert svakalega vel í mataræðinu.  Var t.d. hrikalega pirruð eitthvað á mánudag og fékk mér popp.  Fattaði svo ástæðuna daginn eftir því ég byrjaði á túr (too much information!!).

Fór svo í bíó á þriðjudag og fékk mér aftur popp þá.  Síðan í dag fékk ég mér nokkra í súkkulaðimola í vinnunni, hvað er eiginlega að mér.  Það er eins og ég geti ekki sagt nei og það daginn fyrir vigtunardag.

Vona bara að ég verði ekki búin að þyngjast úr óhófi á morgun.  Var búin að léttast um 3,8 kg í síðustu vigtun sem var eitthvað skuggalegt finnst mér.  Er mjög forvitin að vita hvernig staðan verður á morgun.  Á von á að smá kílóafjöldi hafi bæst við en ég veit þá upp á mig sökina.

Góða helgi Smile


Skrýtin vigtun

Ég er ekki alveg að skilja þessa vigtun í morgun.  Á mánudaginn síðasta var ég 84,4 kg sem kom mér nokkuð á óvart, vissi að ég var búin að þyngjast en átti kannski ekki alveg von á því að vera orðin svona svakalega þung.  Enda hefur komið í ljós að sú vigtun hlýtur að hafa verið alvarlega skekkt.  Ég var náttúrulega búin að borða mjög saltan mat í útlöndunum og því hlýtur hluti af þessari þyngingu hafa verið vökvi.

En allavega þegar ég vigtaði mig í morgun sagði vigtin vinkona mín að ég væri orðin 80,6 kg.  Sem þýðir minnkun um 3,8 kg á fimm dögum.  Einhvern veginn finnst mér það ekki alveg eðililegt, en meðan ég er að niðurleið þá er ég ánægð Smile


Quality Street

Er ekki að skilja mig núna.  Er að standa mig vel í mataræðinu og með hreyfinguna nema þegar kemur að Quality Street.  Það er eins og það komi eitthvað yfir mig og ég get ekki neitað mér um að fá mér nokkra mola.  Alveg hreint furðulegt.

Vorum með köku með rjóma í morgunkaffinu og mér fannst ekkert mál að neita mér um það en um leið og ég rek augun í þessa blessuðu konfektmola þá er eins og ég ráði ekkert við mig.  Þarf að komast í eitthvað prógram til að losna undan þessu, Quality Street Anonymous?! Er það ekki örugglega til?

Er eins og áður sagði bara hæfilega bjartsýn fyrir vigtuninni á morgun.  Ég væri ekkert stressuð ef það væri ekki fyrir ofangreindan óvin nr. 1.  En þetta kemur allt í ljós bara.

Góða helgi Tounge


Ekki að standa mig vel

Úff er pínu óánægð með sjálfa mig núna.  Ég er eitthvað allt of lin við mig núna.  Fékk mér tvo daga í röð nokkra konfektmola í vinnunni og svo í dag var mér gefin ein skúffukaka og þrír nammimola.  Ég veit að þetta er ekkert mikið en mér finnst samt svo leiðinlegt að hafa látið undan freistingunni.  Það nefnilega virkar best fyrir mig ef ég læt þetta allt alveg vera.  Finnst það einhvern veginn auðveldara fyrir mig.

Er svona temmilega bjartstýn fyrir vigtunina á laugardaginn.  Er búin að æfa vel en eins og ég sagði búin að leyfa mér smá aukalega í vinnunni.  Þetta kemur allt í ljós Smile


Syndajátning

Jæja, þá erum við hjónakornin komin heim.  Var alveg hreint æðislegt  í útlöndum, náði að versla alveg helling á börnin og líka á mig.  Ekkert smá gaman loksins að geta farið til útlanda og keypt sér föt.  Varð alltaf hálf þunglynd að fara í H&M og geta varla keypt mér neitt nema einfalda boli.  Keypti mér alveg helling, meira að segja svakalega fínan jólakjól.

En þá er komið að syndajátningunni.  Ég ætlaði að vera svo svakalega stabíl úti og ekki missa mig neitt í nammið.  Stóð ég við það?  Nei alls ekki, ég missti mig gjörsamlega frá því í vigtun laugardaginn 31. okt og þangað til í gærkvöldi.

Steig síðan á vigtina í morgun og fékk hálfgert sjokk.  Vissi alveg að ég hafði þyngst en átti von á því að hafa "bara" þyngst um svona 3 kg.  Nei nei alls ekki, er búin að bæta utan á mig heilum 4,2 kg og það á aðeins 9 dögum.  Þetta hlýtur að vera einhvers konar met, trúi ekki öðru.  Var semsagt 84,4 kg í morgun.

Úff hvað ég skammast mín mikið fyrir að hafa misst mig svona, gat varla hugsað mér í morgun að þurfa að skrifa þetta hérna.  En mér líður betur núna eftir að hafa játað þetta.  Nú er bara að halda áfram, ætla að taka massíva æfingu í kvöld  Smile


Munaði svo litlu!!

Jæja, steig á vigtina í gær og var NÆSTUM komin í sjötíuogeitthvað.  80,2 kg var niðurstaðan.  Er alveg sátt við það, fer bara í sjötíuogeitthvað næst.  Er reyndar að fara í helgarferð til útlanda (jíbbí) í næstu viku og vigta mig þá ekkert fyrr en helgina þar á eftir.  Ætla ekkert að vera neitt sérstaklega að passa mig í útlöndunum en ætla aftur á móti heldur ekki að vera stanslaust étandi.  Fara bara hinn gullna meðlveg, er það ekki það sem blívar??

Misjafnir dagar

Var að æfa í gær eins og venjulega og átti 5 mínútur eftir á tryllitækinu þegar ég þurfti bara hreinlega að hætta.  Fékk brjálaða svimatilfinningu og byrjaði öll að titra.  Ferlega skrýtin tilfinning.  Síðan fór ég bara snemma í háttinn því það var hreinlega eins og einhver hefði hreinlega bara tappað af mér.  Var ótrúlega kraftlaus eitthvað, mjög óþægilegt.  Náði að sofa miklu betur núna heldur en fyrr nætur og vaknaði alveg endurnærð.

Hef ekki hugmynd af hverju mér leið svona, var búin að borða vel og æfði bara eins og venjulega.

Stalst á vigtina í morgun og sá að ég var búin að þyngjast aðeins, eða um 300 gr.  Átti einhvern veginn alveg eins von á því.  Ætla því að standa mig súper vel í dag og vonandi næ ég þessum 300 gr af mér.  Er nú reyndar búin að missa vonina á að vera komin í sjötíuogeitthvað en ég næ því þá bara í næstu vigtun á eftir Smile 


Sjónvarpssjúklingur

Elska miðvikudaga.  Stutt í helgina og svo skemmir ekki að það er sérstaklega skemmtileg sjónvarpsdagskrá á miðvikudagskvöldum.  Þar sem ég er alltaf að æfa heima hjá mér næ ég að horfa á það sem ég vil á meðan.  Finnst nefnilega ekkert svo leiðinlegt að æfa þegar ég get horft á eitthvað á meðan.  Er nefnilega nettur sjónvarpssjúklingur, get alveg viðurkennt það Tounge

Reyndi að fara í bíó í gærkvöldi, var búin að ákveða að borða lítið í kvöldmat svo ég gæti leyft mér að fá mér popp í bíóinu.  Mættum síðan snemma í bíóið því það er alltaf ódýrara á þriðjudagskvöldum en viti menn, það var uppselt.  Hlupum í bílinn til að ná í annað bíó en að sjálfsögðu var líka uppselt þar.  Var frekar skúffuð.  Kom heim og leyfði mér að fá pínupons súkkulaði. Úff hvað mér líður eitthvað vel að hafa viðurkennt það, þetta var byrjað að leggjast á sálina á mér.

Passa mataræðið vel í kvöld og tek vel á því á tækinu og lóðunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband