Letilíus í blogginu

Hvað er í gangi eiginlega!!  Maður er bara ekkert að standa sig í þessu bloggi hérna.  Ætla ekkert að fara að hætta þessu neitt, ætla að halda þessu áfram á meðan ég er í átakinu.

Steig á vigtina á laugardaginn og hún sagði 80,9 kg sem ég er mjög sátt við.  Allt semsagt á uppleið (eða niðurleið á vigtinni!!).

Er venjulega að æfa á mánudögum og frídagur á þriðjudögum en var eitthvað voðalega erfið í gærkvöldi, leið frekar illa.  Á svona daga inn á milli þar sem mér finnst ég ekki geta gert neinn skapaðan hlut.  Ætla því í staðinn að skella mér í spinning tíma í dag, eftir vinnu.  Hlakka mikið til, meira en ár síðan ég fór í spinning síðast.  Vona að ég deyji ekki í tímanum!!


Gengur ágætlega

ÉG verð að viðurkenna að það var svolítið erfitt að byrja aftur.  Fór á "ofurtækið" mitt í hálftíma á mánudagskvöldið og var alveg að deyja eftir það.  En þetta hlýtur að koma eftir smá tíma.

Mataræðið gengur líka ágætlega.  Hef ekkert verið að snakka neitt á kvöldin fyrir utan að ég hef fengið mér nokkrar saltpillur tvö kvöldin.  Ef ég næ að halda því í lágmarki er ég ánægð.

Ætla svo að taka almennilega á því í kvöld, fara á tækið og lyfta síðan á eftir.  Fínt að svitna smá yfir sjónvarpinu Tounge


Nýtt ár

Gleðilegt ár allir saman.  Hafði það alveg rosalega gott yfir jólin.  Át á mig gat og slappaði af.  Er ekkert búin að blogga síðan um miðjan desember.  Það var bara gjörsamlega brjálað að gera fram að jólum.  Annað barnið mitt á afmæli rétt fyrir jól og því er alltaf afmælisstúss rétt fyrir jól að bætast við stressið.

Náði mér síðan í ágætis magapest rétt fyrir jólin, hélt hreinlega að ég myndi deyja.  En sem betur fer var þetta bara svona sólarhringspest, veit ekki hvort ég hefði meikað að vera svona lengur.

Var sko ekkert að passa mig neitt um jólin í mataræðinu enda sást það alveg á vigtinni.  Vigtaði mig í gærmorgun og hún sagði 82,6 kg.  Átti reyndar alveg von á því að hún myndi fara upp í 84 kg þannig að ég varð bara hissa.  Það á eftir að taka mig nokkrar vikur að ná jólunum af mér en ég veit alveg að það á eftir að takast.

Átakið sem ég byrjaði í akkúrat fyrir einu ári síðan er semsagt hafið aftur eftir gott jólafrí.  Skrapp í ræktina í gær og ætla að púla vel í kvöld líka.


Aukning

Þetta var ekki alveg að ganga hjá mér í þessari viku.  Ætla samt ekkert að vera að svekkja mig á því, vil ekki eyðileggja jólin með því að vera að leggjast í eitthvað þunglyndi núna.  Þó að ég eigi eftir að bæta örlítið á mig yfir jólin þá veit ég alveg að ég næ því aftur af mér eftir áramót.

Steig á vigtina í morgun og hún sagði 79,7 kg sem er aukning um 0,6 kg frá því síðast.  Átti von á mun hærri tölu ef ég á að segja alveg eins og er.  Er bara fegin að vera ekki komin í áttatíuogeitthvað aftur. 

Ætla síðan að vera dugleg í næstu viku en næsta vigtun verður á föstudaginn þar sem ég er að fara á jólahlaðborð á föstudaginn Tounge


Erfiður mánuður

Þetta er ekki alveg að ganga hjá mér að vera í átaki í desember.  Fór í gær í konfektgerð með vinkonunum og þó að ég sé ekkert voðalega mikil konfektmanneskja (finnst bara gaman að gera það) þá var boðið upp á osta og vínber og jólaöl sem ég missti mig eiginlega í.

Síðan í dag í vinnunni keypti ég mér súkkulaðibitaköku með í hádegismat.  Ferlega held ég að þetta eigi eftir að verða sorglegt á laugardaginn þegar ég vigta mig.  En ætla að halda æfingaplaninu á fullu, það kannsli lægir samviskubitið eitthvað örlítið Blush


Smákökubakstur

Skellti mér í tvær sortir í dag með börnunum.  Þær voru ekkert smá duglegar og fannst þetta ekkert smá gaman.  Ég verð bara að passa að ég missi mig ekki í smákökunum í vikunni.

Hitti vinkonuna í morgun og hún sagði svona allt sæmilegt bara.  79,1 kg sem er örlítil minnkun frá því síðast.  Er reyndar alltaf bara ánægð þegar hún fer eitthvað niður.  Ætla bara að massa þetta í næstu viku Wink


Vikurnar líða svo hratt

Ég bara skil þetta ekki hvernig vikurnar geta liðið svona hratt.  Finnst bara nánast alltaf vera helgi.  Búið að vera mikið að gera þessa vikuna.  Er búin að vera svolítið ein alltaf með börnin en þetta lagast vonandi þegar líður nær jólum.

Ætlum að reyna aðeins að jólastússast um helgina eins og væntanlega langflestir.  Er svona temmilega bjartsýn fyrir vigtunina á morgun.  Slátraði heilu stóru súkkulaðistykki á þriðjudaginn sem á örugglega ekki eftir að vera neitt brjálæðislega vinsælt í fyrramálið.  En við sjáum bara til.


Held áfram

Er alveg á því að þetta er alveg að ganga hjá mér.  Fékk mér reyndar pínu súkkulaði (reyndar heilt stykki!!) en ég ætla ekki að láta það á mig fá.  Var nefnilega frídagurinn minn í gær og var eiginlega að fagna með eiginmanninum því hann var að byrja í gær í nýju vinnunni sinni.  Var svona smá spennufall í gangi í gær.

Ætla að taka hörkuæfingu í kvöld, hlakka bara svolítið til Wink


Jólaföndur á dagskránni

Er að fara með börnunum á jólaföndur í leikskólanum á eftir.  Finnst ég vera svo svakalega mikil mamma eitthvað að fara með börnunum á svona.  Það var aldrei neitt svona í boði á gamla leikskólanum þeirra þannig að ég hlakka bara mikið til.  Verður örugglega stuð.

Við vigtin vorum bara ágætar vinkonur í morgun.  Var búin að léttast um 300 gr og er núna 79,4 kg.  Var alveg obboslega fegin að hafa ekki farið upp í áttatíuogeitthvað aftur.  Síðan er ætlunin að fara að fondra eitt stykki aðventukrans seinna um helgina eða á morgun.  Hef reyndar aldrei gert það áður en það hlýtur að reddast.


Upp og niður

Voðalega er þetta eitthvað að ganga upp og niður hjá mér.  Stundum er mataræðið í fínu standi en svo í dag ekki.  Fékk mér smá kökubita í dag í vinnunni og það daginn fyrir vigtun.  Er bara eitthvað skrýtin.  Er nokkuð viss um að ég fer aftur upp í áttatíuog eitthvað á morgun en ætla ekki að svekkja mig mikið á því.

Er komin með markmið sem ég ætla mér að ná fyrir jól en ætla bara að halda því fyrir mig.

Góða helgi Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband