Æfingaplanið mitt

Er búin að vera með mjög svipað æfingaplan síðan ég byrjaði í byrjun árs.  Í byrjun október 2008 (fimm mínútum í hrun) keyptum við hjónin okkur svona og nota ég það mjög mikið.  Síðan átti ég æfingabók eftir Ágústu Johnsson með allskonar fróðleik.  Það sem er svo mest brilliant í þeirri bók að það eru 10 mismunandi lyftingarprógrömm í henni sem miðast við að maður sé heima.  Þannig að ég er að lyfta í eina viku og fá svo öðruvísi prógramm þá næstu þannig að ég er ekki alltaf að lyfta eins.  Síðan eru skýringarmyndir með öllu saman hvernig maður á að gera æfingarnar.  Ég keypti mér líka nokkur sett af lóðum og jóga dýnu og þá var þetta komið.

Ég æfi alltaf fimm sinnum í viku.  Sunnudaga, miðvikudaga og föstudaga tek ég brennslu í tuttugu mínútur og lyfti svo.  Síðan eftir lyftingar fer ég aftur á tækið í hörkubrennslu í tíu mínútur.  Eftir það tek ég auka magaæfingar (plankann) og æfinguna þar sem maður stendur upp við vegg og myndar 90 gráðu horn (man ekki hvað hún heitir).  Síðan að sjálfsögðu enda ég á að teygja vel.

Síðan á mánudögum og fimmtudögum tek ég bara brennslu.  Þá fer ég á tækið í hálftíma, tek svo smá styrktaræfingar á eftir og teygi svo vel.  Er í fríi á laugardögum og þriðjudögum.

Mér finnst einhvern veginn ekkert svo erfitt að halda mér við þetta prógramm.  Ég ná náttúrulega að vera með sjónvarpið á því sem ég vil og er líka stundum með tónlist í eyrunum.  Ég verð að vera heima að æfa þar sem maðurinn minn er í skóla með vinnunni sinni og því er hann ekkert að koma heim fyrr en stundum á kvöldin.  Hef líka bara fundið það að mér finnst fínt að vera heima að þessu.

Hélt að ég myndi fá leið á orbiteknum en það virðist ekki vera.  Keypti mér tvö æfingamyndbönd eftir Ágústu líka en fékk fljótt leið á þeim.  Fín myndbönd og allt það en eftir nokkur skipti ekkert svo skemmtileg.

Ég er búin að vera að gera þetta sama núna síðast í byrjun árs.  Veit alveg að það hlýtur að koma að því að ég staðna og þá verð ég að fara að breyta til og þá mun ég að sjálfsögðu gera það.  Það sem er að hjálpa til er það að lyftingarprógrammið er síbreytilegt.  Svo að sjálfsögðu er ég búin að vera að þyngja lóðin mín.

Er nú mest eiginlega að skrifa þetta fyrir sjálfa mig til að muna þetta þegar ég verð orðin þvílíkt flott og fit en ef það er einhver sem getur nýtt sér þetta þá er það bara frábært Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér að vera svona dugleg. Ég hef ekki komið mér af stað í að æfa, en ætla að kaupa mér kort í ræktina um leið og strákurinn byrjar hjá dagmömmu.

Ef þig vantar tilbreytingu þá getur þú fundið fullt af góðum hugmyndum á http://www.sparkpeople.com

Græneygð (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:34

2 identicon

Þetta lítur mjög vel út. Þú verður klárlega mjög fit 2010 ;)

Margrét (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband