21.11.2009 | 13:20
Jíbbí kóla!!
Varð ekkert smá hissa í morgun. Náði að komast í sjötíuogeitthvað. Átti ekki von á því, er nefnilega búin að vera að svindla svolítið í mataræðinu í vikunni.
Var að reikna þetta út, það eru ca fimm og hálft ár síðan ég var síðast sjötíuogeitthvað. Eldra barnið mitt verður fimm ára í desember og var ég sjötíuogeitthvað áður en ég varð ófrísk. Gaman að því. Vil aldrei aftur verða áttatíuogeitthvað og ætla að gera mitt besta til að svo verði.
Annars var ég 79,7 kg í morgun
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegt. Til hamingju. Ég er einmitt að vona að ég komist í áttatíu og eitthvað fyrir jól.
Græneygð (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 20:46
Glæsilegt, gangi þér áfram svona vel.
Vona að mér gangi jafn vel og þér þegar ég kem mér á fullt skrið :)
mcapple (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 10:13
Frábært hjá þér. Það er svo gaman að komast í 70 og eitthvað. Vona að þér gangi áfram sem allra best.
Margrét (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.