Syndajátning

Jæja, þá erum við hjónakornin komin heim.  Var alveg hreint æðislegt  í útlöndum, náði að versla alveg helling á börnin og líka á mig.  Ekkert smá gaman loksins að geta farið til útlanda og keypt sér föt.  Varð alltaf hálf þunglynd að fara í H&M og geta varla keypt mér neitt nema einfalda boli.  Keypti mér alveg helling, meira að segja svakalega fínan jólakjól.

En þá er komið að syndajátningunni.  Ég ætlaði að vera svo svakalega stabíl úti og ekki missa mig neitt í nammið.  Stóð ég við það?  Nei alls ekki, ég missti mig gjörsamlega frá því í vigtun laugardaginn 31. okt og þangað til í gærkvöldi.

Steig síðan á vigtina í morgun og fékk hálfgert sjokk.  Vissi alveg að ég hafði þyngst en átti von á því að hafa "bara" þyngst um svona 3 kg.  Nei nei alls ekki, er búin að bæta utan á mig heilum 4,2 kg og það á aðeins 9 dögum.  Þetta hlýtur að vera einhvers konar met, trúi ekki öðru.  Var semsagt 84,4 kg í morgun.

Úff hvað ég skammast mín mikið fyrir að hafa misst mig svona, gat varla hugsað mér í morgun að þurfa að skrifa þetta hérna.  En mér líður betur núna eftir að hafa játað þetta.  Nú er bara að halda áfram, ætla að taka massíva æfingu í kvöld  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff hvað ég skil þig. Ég er búin að vera í ruglinu síðan á föstudaginn og er búin að bæta á mig 2 kg. Hvernig í ósköponum er þetta hægt? Þetta lúsast af og kemur svo á ógnarhraða til baka. Ég ætla svo að taka mig á núna, ég skal ekki uppí 80 aftur. Gangi þér vel áfram, við látum þetta ekki draga okkur niður heldur lærum við af þessu og verðum enn sterkari i framhaldinu er það ekki?

Og til hamingju með verslunarferðina, það er svo gaman að versla þegar maður er búin að grennast, fátt skemmtilegra.

Margrét (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:30

2 identicon

Þetta er nefnilega ekkert smá fljótt að bætast á mann aftur.  Eins og maður er nú búin að svitna og púla til að ná þessu af sér þá er eins og það ekkert auðveldara að ná þessu tilbaka!!  Algjört svindl eiginlega

Við tökum þetta bara á hörkunni, ég ætla að verða samferða þér í sjötíuog eitthvað allavega fyrir jól, verð að passa í nýja fína jólakjólinn minn  

Dóra (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband