30.10.2009 | 10:52
Misjafnir dagar
Var að æfa í gær eins og venjulega og átti 5 mínútur eftir á tryllitækinu þegar ég þurfti bara hreinlega að hætta. Fékk brjálaða svimatilfinningu og byrjaði öll að titra. Ferlega skrýtin tilfinning. Síðan fór ég bara snemma í háttinn því það var hreinlega eins og einhver hefði hreinlega bara tappað af mér. Var ótrúlega kraftlaus eitthvað, mjög óþægilegt. Náði að sofa miklu betur núna heldur en fyrr nætur og vaknaði alveg endurnærð.
Hef ekki hugmynd af hverju mér leið svona, var búin að borða vel og æfði bara eins og venjulega.
Stalst á vigtina í morgun og sá að ég var búin að þyngjast aðeins, eða um 300 gr. Átti einhvern veginn alveg eins von á því. Ætla því að standa mig súper vel í dag og vonandi næ ég þessum 300 gr af mér. Er nú reyndar búin að missa vonina á að vera komin í sjötíuogeitthvað en ég næ því þá bara í næstu vigtun á eftir
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er SVO stutt í 70 og eitthvað. Þú tæklar það á næstu dögum. Áfram þú!
Margrét (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.