28.10.2009 | 13:11
Sjónvarpssjúklingur
Elska miðvikudaga. Stutt í helgina og svo skemmir ekki að það er sérstaklega skemmtileg sjónvarpsdagskrá á miðvikudagskvöldum. Þar sem ég er alltaf að æfa heima hjá mér næ ég að horfa á það sem ég vil á meðan. Finnst nefnilega ekkert svo leiðinlegt að æfa þegar ég get horft á eitthvað á meðan. Er nefnilega nettur sjónvarpssjúklingur, get alveg viðurkennt það
Reyndi að fara í bíó í gærkvöldi, var búin að ákveða að borða lítið í kvöldmat svo ég gæti leyft mér að fá mér popp í bíóinu. Mættum síðan snemma í bíóið því það er alltaf ódýrara á þriðjudagskvöldum en viti menn, það var uppselt. Hlupum í bílinn til að ná í annað bíó en að sjálfsögðu var líka uppselt þar. Var frekar skúffuð. Kom heim og leyfði mér að fá pínupons súkkulaði. Úff hvað mér líður eitthvað vel að hafa viðurkennt það, þetta var byrjað að leggjast á sálina á mér.
Passa mataræðið vel í kvöld og tek vel á því á tækinu og lóðunum.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.