23.10.2009 | 21:28
Aftur af stað
Sem betur fer varð nú ekkert mikið úr þessum veikindum mínum. Smá hósti svona ennþá en það er ekkert alvarlegt. Æfði í fyrsta skipti í dag síðan á mánudaginn. Tók svona semi vel á því, vildi ekki eiga í hættu að slá niður.
Er ekkert allt of bjartsýn fyrir morgundeginum. Ætla að vigta mig en býst ekkert við neinum brjáluðum tölum. Bæði hef ég ekki æft eins mikið og venjulega og svo fékk ég mér smá nammi í veikindunum. Veit alveg upp á mig sökina, var bara allt of góð við sjálfa mig. Þýðir ekkert að láta það draga sig niður, vona bara að ég verði ekki búin að þyngjast mikið á morgun. Vonandi næ ég að halda mér í áttatíuogeitt komma eitthvað.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott það varð ekki meira úr þessum veikindum og frábært hjá þér að drífa þig strax af stað aftur. Það er aldrei að vita nema viktin verði miskunnarsöm Gangi þér vel.
E.s. Er þig ekki farið að hlakka til að vera súber flott um jólin? :)
Margrét (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 15:13
Er farin að hlakka alveg svakalega til Stefni á að vera 78 kg um jólin, vil ekki setja markið of hátt, þá einhvern veginn gefst ég alltaf upp.
Dóra (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.