22.10.2009 | 11:21
Smá pása
Það hlaut að koma að því að ég veiktist líka. Nánast allt starfsfólkið búið að vera frá vegna veikinda og því hlaut bara að koma að mér. Fór heim á hádegi í gær, ferlega slöpp. Æfði náttúrulega ekki neitt í gær og fékk mér nammi. Leið alveg ferlega eftir það en ákvað að vera ekkert að svekkja mig á því. Steig á vigtina í morgun og hún sýndi 81,3 kg sem er mjög svipað og síðast.
Mætti síðan í vinnuna í morgun því ég vissi að það myndu svo margir vera frá í dag og það þarf alltaf einhver að koma hlutunum af stað. Náði að gera það og er síðan að hugsa um að fara heim í hádeginu aftur. Finn alveg að ég er ferlega kraftlaus eitthvað en er sem betur fer ekki með neinn hita.
Og hér með lýkur þessum vælupósti!!
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi nærðu þessu úr þér án þess að verða veik. Meðan þú ert svona slöpp getur þú reynt að hafa það að markmiði að standa í stað í stað þess að léttast eða þyngjast, þá verður eftir leikurinn auðveldari. Gangi þér vel :)
Margrét (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.