16.10.2009 | 15:51
Hlakka til á morgun
Úff ég vona svo sannarlega að þetta eigi eftir að verða góður vigtunardagur á morgun, haldið ekki að mín eigi bara afmæli á morgun. Er að vera 31 árs sem mér finnst soldið mikið skrýtið þar sem mér finnst ég bara vera 25 ára!! Hversu lengi getur maður sagt að maður sé rúmlega 25 ára?
Vona að það eigi eftir að ganga vel í vigtuninni á morgun. Ef ég þyngist aftur þá er nú bara eitthvað mikið að. Finnst ég hafa staðið mig vel í þessari viku, ekkert svindlað og æft vel. En svo er það nú oftast þannig að þegar mér finnst ég hafa staðið mig vel þá gengur ekki vel á vigtinni. Veit reyndar alveg að ég er búin að bæta á mig vöðvum líka og vöðvar eru náttúrulega þyngri en fita þannig að kannski á maður ekki bara að einblína á vigtina.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi færðu jákvæða svörun á viktinni. Það er mjög gott að mæla ummál líka þá getur maður horft í það er viktin er eitthvað að stríða manni. Gangi þér rosalega vel!
Margrét (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 09:51
Ég hefði átt að mæla ummál þegar ég var að byrja en ég einhvern veginn kom mér aldrei til þess. Aftur á móti sé ég alveg t.d. að bingóhendurnar hafa minnkað töluvert og svo finn ég það líka mikið á fötunum. Er að passa í föt sem ég hef ekkert notað mjög lengi!!
Dóra (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.