30.9.2009 | 12:46
Þunglyndi
Úff, þetta eru búnir að vera mjög erfiðir síðustu dagar. Ég hef átt það til síðan ég eignaðist börnin mín að detta niður í þunglyndi. Fékk fæðingarþunglyndi eftir að þau fæddust og fór á þunglyndislyf vegna þess. Er reyndar fyrir löngu hætt á þeim núna. Oftast hristi ég þetta alveg af mér mjög fljótt en núna var þetta í nokkra daga. Fór heim úr vinnunni aðeins fyrr í gærdag og lagðist fyrir heima. Borðaði nammi og ég veit ekki hvað og hvað. Sem betur fer var þetta frídagurinn minn í æfingum þannig að ég þarf alllavega ekki að hafa samviskubit yfir að hafa sleppt æfingu.
En sem betur fer líður mér mun betur núna, er ekki alveg 100% en þetta er allt að koma. Ætla að æfa vel í kvöld og athuga hvort mér líður ekki betur eftir það
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.