23.7.2009 | 11:08
Sumarslen
Er búin að standa mig mjög mjög illa undanfarnar tvær vikur. Vigtaði mig föstudaginn 10. júlí og mældist þá 81,5 kg sem ég var mjög mjög sátt við. Síðan þá er ég búin að fara í eina sukkútilegu matarlega séð og sumarbústaðarferð sem var í tæpa viku.
Ég hef ekkert hreyft mig á þessum tveimur vikum og borðað óhollt á hverjum einasta degi og skyndibitamat svona annan hvern dag. Enda var vigtin ekker að grínast í mér þegar ég steig á hana í morgun. 85 kg takk kærlega fyrir!!!! Aukning um 3,5 kg á tveimur vikum. Þetta er alveg svakalegt. Vissi alveg að ég væri búin að bæta á mig en átti kannski von á því að vera í svona 84 kg. En ég var búin að ákveða að vera ekkert að svekkja mig á þessu í sumar. Núna ætla ég að taka á því þangað til við förum í næstu útilegu í næstu viku. Nú verður sko svitnað og borðað hollt næstu dagana.
Ætla síðan að vigta mig á mánudag, eða þriðjudag í næstu viku
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.