Syndajátning

Þá eru komnar tæpar tvær vikur síðan ég byrjaði í "pásunni" og núna er hún búin.  Var með nammidag í gær (eins og alla daga síðustu tvær vikur!!) en í dag skal tekið á því.  Er búin að hreinsa allt nammi úr skápnum og svo steig ég á vigtina.  Ég vissi alveg að ég væri búin að þyngjast, finn það alveg á fötunum enda væri annað skrýtið þar sem ég er búin að púla einu sinni síðan 8. júní og borða nammi hvert einasta kvöld.  Var alvarlega að pæla í því hvort ég ætti að stíga á vigtina núna eða bara næsta laugardag eftir vikuátak en ákvað að gera það núna þó það yrði sárt.  Með því að stíga á hana núna þá sé ég einhvern árangur á laugardaginn.  Leiðinlegt að vigta sig bara á laugardaginn og vera samt þyngri þá en ég var í vigtuninni þar áður.

Var að vonast til að vera ekki komin yfir 85 kg, hefði sætt mig við 84 komma eitthvað.  Steig á vigtina og hún sagði 83,2 kg sem er þynging um 1,4 kg.  Var alveg sátt við það, hélt að ég væri orðin miklu þyngri.

Skelli þessari tölu inn á vigtunartölurnar mínar og ætla að setja mér markmið þar líka.

Nú skal sko tekið á því Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband