18.6.2009 | 08:48
Smá pása
Já ég veit að það er alveg týpískt að taka pásu og hætta og bæta öllu á sig aftur. Ég er bara búin að vera mjög heilsulaus síðustu 10 daga eða svo en er öll að koma til núna.
Fór á hrikalegt djamm mánudaginn 10. júní og það var alveg hrikalega gaman. Kannski þarf ekki að minnast á það að ég var frekar slöpp daginn eftir og leyfði mér bara að taka pásu þá. Daginn eftir ætlaði ég að byrja aftur á fullu en fór þá að finna fyrir G (ætla ekki að skrifa það því það er svo ósmekklegt!!). Ákvað þá eiginlega að leyfa mér að fá eina fríviku. Eftirá var það ekki vitlaus hugmynd því ég varð bara verri og verri af G og svo á föstudaginn var ég alveg að drepast og fór þá að finna til í hálsinum líka. Alveg hreint frábær dagur. Auk þess að vera að drepast í G þá fékk ég háan hita og lá í nokkurskonar móki alla helgina. Á mánudaginn byrjaði hitinn að lækka og byrjaði líka að skána í G. Ég fór til læknis sem setti mig á sýklalyf því ég var komin með streptókokkasýkingu. Rosa gaman.
Þannig að ég er ekkert búin að gera í ca. 10 daga. Ég var alveg búin að eiga von á þessu því það er komið sumar og svona. Rútínan er ekki alveg til staðar á sumrin og því veit ég að ég á ekki eftir að vera eins staðföst. Er búin að setja mér tvö markmið. Ná undir 80 kg fyrir lok ágúst og vera komin í 75 kg um næstu jól!!!
Skal standa við það
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.