Löng helgi framundan

Jæja þá er þessi vika að verða búin.  Mér finnst það alveg ótrúlegt hvað þessi vika er búin að líða hratt sérstaklega með tilliti til þess hvað ég er búin að vera mikið ein með börnin.  Eiginmaðurinn að púla yfir verkefnavinnu þessa dagana, er ótrúlega duglegur greyið.

En ég er sko alls ekki búin að standa mig vel í þessari viku og viðurkenni það alveg sjálf.  Ef ég er búin að léttast í vigtuninni á morgun er eitthvað mikið að.  Æfði t.d. ekkert í gær og fékk mér súkkulaðihnetur.  Ég veit, ég veit, mér fannst ég bara vera að verða veik í gær, komin með hálsbólgu og smá hita og ég var mjög pirruð yfir því.  Er nefnilega búin að vera veik annað slagið undanfarna tvo mánuði og komin með alveg upp í kok af því.  Ákvað því að sleppa æfingunni, slappa af yfir sjónvarpinu og fá mér smá hnetur.  Fór síðan bara snemma að sofa með verðlaununum mínum og voila, mín bara orðin miklu betri næsta morgun.  Þannig að það verður sko tekið allsvakalega á því í kvöld svo ég verði ekki búin að þyngjast massívt mikið á morgun.  Er annars líka búin að fá mér nammi á þriðjudag og pínu smakk þegar ég var að baka hrísköku á miðvikudag.

Finn það alveg að ég er að slappast í þessu átaki.  Ég veit það alveg sjálf en er að reyna að halda aftur af mér.  Ég er alveg að standa mig vel í æfingunum en finnst aðeins erfiðara að halda aftur af mér í mataræðinu.  Mér finnst bara eitthvað svo erfitt að halda dampi þegar ég er búin að ná svona góðum árangri.  Mig langar reyndar alveg ótrúlega mikið að fara í sjötíu og eitthvað og ætla mér að geta það.  Stóra markmiðið er að komast niður í 74 kg og ætla ég að geta það fyrir næstu jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband