Kaupa ný föt

Fór í smá þunglyndi í gær.  Þar sem ég er búin að missa mörg kíló frá áramótum þá er ég orðin svolítið fatalaus.  Ekki það að fitubollufötin mín sem ég átti hafi verið neitt svakalega flott, en málið er bara að mér finnst svo óendanlega leiðinlegt að kaupa mér föt.  Sérstaklega finnst mér leiðinlegt að kaupa mér buxur.  Bara það að hugsa til þess að fara að máta buxur gefur mér smá hroll.  Nú veit ég alveg hvernig þetta hljómar, hálfgert aumingjavandamál, ,,æi greyið ég, er búin að léttast svo mikið að ég passa ekki í fötin mín, búhú ég" en ég varð bara hálf döpur að hugsa um þetta.  Ég veit alveg að það þýðir ekkert, verð bara að kaupa mér fleiri föt.  Reyndar er aðeins skemmtilegra að kaupa mér föt núna þar sem ég passa í meira í búðunum og get valið um búðir til að fara í.

Var í gær að máta gömul föt frá því ég var ekki feit.  Passa nú ekki alveg í þau öll, þarf nokkur í kíló í viðbót til að þau passi öll.  Málið er bara að það er svo langt síðan að ég var ekki feit að þau eru næstum öll orðin hrikalega hallærisleg.  Meðal annars á ég voða fínar svartar buxur, með svona glansáferð sem mér fannst rosalega flottar fyrir fjórum árum síðan.  En ekki alveg lengur Blush

Var aðeins að breyta stutta markmiðinu mínu.  Var búin að nefna það áður að ég og kallinn minn vorum búin að ákveða að verðlauna okkur þegar ég væri komin í 85 kg og hann í 92 kg.  Málið er bara það að hann léttist miklu hægar en ég enda ekki skrýtið þar sem hann hefur ekki næstum eins mikið að missa og ég.  Hann er nú einu sinni 1,86 m á hæð.  Hann var 95,7 kg en er núna 94 kg og sér í rauninni ekki fram á að léttast mikið þar sem hann er líka að bæta vöðvum á sig. 

Er því búin að breyta markmiðinu mínu og hafa það bara fyrir mig sjálfa (þó hann græði reyndar á því líka Wink).  Þegar ég verð komin niður í 82 kg ætla ég að fá þessi verðlaun mín.  Ætla að gefa mér svona þrjár vikur í mesta lagi til að ná því.  Sjáum bara til hvernig það gengur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband