4.4.2009 | 20:12
Ný vigt
Hef voðalega lítið getað æft í vikunni vegna veikinda, en ákvað samt sem áður að vigta mig í morgun. Eftir að hafa vigtað mig einu sinni kláruðust batteríin í vélinni. Þetta eru einhver voða fancy, smancy batterí og höfum við þurft að skipta ansi oft um batterí í þessari vél. Þar sem þessi fínu batterí eru alls ekki ódýr og duga stutt ákváðum ég og eiginmaðurinn að fjárfesta í nýrri vigt. Vigtaði mig síðan á henni og mældist 86,1 kg. Hafði vigtað mig einu sinni um morguninn á gömlu vigtinni og mældist á henni 86,7 kg sem þýðir að nýja vigtin er að vigta mig aðeins léttari. Nú veit ég ekkert hvor vigtin er "rétt" en þar sem ég á eftir að vigta mig á nýju vigtinni framvegis ætla ég að skrá þá tölu. Ekki út af því að hún kom með lægri tölu, heldur bara út af því að ég nota hana framvegis.
Ef einhvern vantar vigt sem þarf dýr batterí endilega hafið bara samband
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.