23.3.2009 | 15:20
BMI stuðull
Er bara mjög ánægð með stöðuna eins og hún er í dag. Er búin að vera að reikna út BMI stuðulinn minn eftir vigtanir og er hann núna í 31,1. 30 og yfir er offita, milli 25 og 29,9 er ofeldi og 18,5 til 24,9 er kjörþyngd. Ég veit alveg að þessi stuðull tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar, t.d. er fólk misbeinastórt og sumir vöðvamiklir meðan aðrir eru píslir.
En fyrr má nú andskotinn vera. Til að ég komist í "kjörþyngd" þá þarf ég að ná að vera 70 kg. Það skal sko enginn segja mér að þegar ég verð orðin 75 kg þá verði ég enn of feit. Ég bara skil ekki svona. Getur örugglega skemmt fyrir sumum svona heimskulegar viðmiðanir.
Og á sama tíma og ég er að hneykslast yfir þessu er ég að reikna þetta út í hverri viku. Svona getur maður verið sérstök, eigum við ekki bara að segja það!!
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þennan flotta árangur vá þú ert sko dugleg
gaman að fylgjast með þér skvísss
kveðja nýr lífstíll
nýr lífstíll (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.