10 kg nálgast

Vonandi ekki seinna en laugardaginn 28. mars verð ég búin að missa 10 kg, hlakka ekkert smá mikið til.  Er búin að vera ótrúlega löt í vinnunni þessa vikuna.  Þegar það er lítið að gera í vinnunni verð ég eitthvað svo löt.  Ætla að reyna að hressa mig við, taka íbúðina í gegn þegar ég kem heim og taka svo ærlega á því í kvöld. 

 Er komin heilan hring í æfingarprógramminu mínu.  Keypti fyrir LÖNGU síðan einhverja bók frá Ágústu Johnson, Í form á 10 vikum.  Þar sem ég hef ágætlega mikið að missa þá tekur það mig mun lengri tíma en 10 vikur að komast í form.  Byrjaði því bara aftur á byrjuninni en bæti aðeins við æfingarnar fyrst því þetta er svolítið létt í byrjun.

Er síðan búin að uppgötva aftur eitt gott kvöldsnarl sem er ekki fitandi.  Ég set Trópífernur í frystinn, og síðan hálftíma áður en ég ætla að fá mér þetta tek ég hann úr frystinum og leyfi honum að standa.  Síðan klippi ég toppinn af honum og borða með skeið.  Þetta er bara allt of gott, Trópíinn ekki alveg frosinn í gegn svo það er auðveldlega hægt að borða hann.  Umm, ætla að fá mér svona í kvöld eftir æfinguna Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband