12.2.2009 | 10:32
Veikindi heima
Dóttir mín er veik um þessar mundir. Ekkert alvarlegt, bara smá kvefdrulla. Ég er að reyna að láta það ekkert stoppa mig í að æfa og það gengur bara ágætlega. Æfi aðallega bara á kvöldin þegar börnin eru sofnuð, tek þá gott session á tækinu mínu og lyfti svo og geri ýmsar æfingar.
Hef alltaf átt svolítið erfitt með að fá mér ekkert að borða á kvöldin. Borðum alltaf kvöldmat kl. 18 og er ég því alltaf mjög svöng á kvöldin. Hef verið að fá mér vínber á kvöldin en ég er búin að vera svolítið óheppin með þau upp á síðkastið. Mikið að skemmdum inn á milli. Uppgötvaði síðan í gær nýtt sem ég get fengið mér á kvöldin. Sykurskertur frostpinni. Þetta er svona græn eldflaug frá Kjörís sem er aðeins 37 kaloríur. Er líka akkúrat svona nóg fyrir mig til að seðja mesta hungrið.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.