30.1.2009 | 15:16
Smá kvíði
Er alltaf smá kvíðin daginn fyrir vigtun. Er alltaf svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum. Er reyndar alveg búin að vera að standa mig þessa vikuna. Fékk mér reyndar hálfan skúffukökubita í hádeginu í dag í vinnunni. En það var svo lítið að ég held að það skipti litlu máli.
Er búin að vera með svolítinn svima síðurstu tvær vikur. Oftast þegar ég stend upp þarf ég að stoppa í nokkrar sekúndur því ég fæ svo mikinn svima. Mig grunar að ég hafi ekki verið að drekka nógu mikið vatn með græna teinu sem ég er nota bene hætt að drekka. Byrjaði að taka vítamín á morgnana og er ekki frá því að ég sé að skána.
Var næstum því búin að sleppa því að taka smá brennslu í gærkvöldi. Lét mig samt hafa það og leið rosalega vel á eftir. Er nefnilega svo hrædd um að ef ég fer aðeins að slaka á þá eigi ég eftir að hætta og ég vil það alls ekki. Hlakka til eftir svona mánuð þegar þetta verður komið upp í svakalega rútínu hjá mér.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú hættir ekki við æfinguna!! Hlakka til að heyra viktunartölur frá þér.
Rakel (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.