Fjórða vikan að hefjast

Þá er helgin búin og sömuleiðis vigtunin.  Vigta mig alltaf á laugardagsmorgnum og hún sagði í þetta skiptið 94,5 kg.  Var bara mjög ánægð með það, missti 0,8 kg í þessari viku og get ekki verið óánægð með það Smile.

Var með sukkdag á laugardaginn og var hann bara mjög fínn.  Mér finnst nefnilega ágætt að hafa eitthvað svona til að hlakka til því ég er ferlegur nammigrís.  Ef ég mætti við því þá myndi ég borða nammi á hverju kvöldi.  En þar sem ég er allt, allt, allt of þung og í lélegu formi þá myndi ég aldrei gera það.  Hætt því hér með!!

Mér finnst eiginlega sunnudagur vera langerfiðasti dagurinn til að standa mig.  Það er ennþá helgi og maður á kannski ennþá nammi frá laugardeginum.  Svo þarf ég eiginlega að pína sjálfa mig áfram að fara í ræktina.  Fór á ofurtækið mitt í gær í hálftíma.  Síðustu fimm mínúturnar fór ég algjörlega bara á þrjóskunni.  Píndi mig gjörsamlega áfram, var alveg búin á því.

Er búin að ákveða að vera ekkert að stressa mig að missa mikið í hverri viku.  Á meðan ég er að missa eitthvað er ég ánægð Grin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel skvís

Bumban 09 (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 01:10

2 identicon

Flott hjá þér, dugleg að púla svona

Fatso (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband