19.1.2009 | 09:21
Þriðja vigtun
Þá er helgin búin og líka nammidagurinn minn. Hef verið mjög óánægð með síðustu tvo nammidaga. Hef einhvern veginn náð hæpa (smá sletta!!) þá upp og svo verð ég alltaf fyrir vonbrigðum. Er búin að hlakka til alla vikuna að fá aðeins að sukka en svo þegar ég er búin að því vil ég bara fara að æfa aftur.
Vigtaði mig á laugardaginn og var 95,3 kg. Hélt að ég yrði búin að missa aðeins meira því mér fannst ég hafa verið svo dugleg í vikunni. Æfði mikið og borðaði lítið. En svo þegar ég fór að hugsa út í það þá kannski borðaði ég ekki mikið en svolítið vitlaust. Var t.d. alltaf að fá mér kakó í morgunkaffinu í vinnunni, ætla núna að prófa að drekka grænt te. Finnst það reyndar ekkert voðalega gott en ætla að pína mig í viku og sjá hvernig ég verð.
En þannig séð er ég alveg ánægð með að hafa misst hálft kíló. Ef ég næ að missa hálft kíló að meðaltali í langan tíma verð ég sátt En nú er bara að halda áfram, nú fyrst verður þetta erfitt. Mér finnst nefnilega voðalega auðvelt og gaman að byrja í átaki, sérstaklega þegar gengur vel fyrst. En alltaf aðeins erfiðara að halda þetta út.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér að skipta kakóinu út fyrir grænt te. Græna teið er hægt að fá með mismunandi bragði svo þú ættir að geta fundið e-t sem þér finnst gott. Mundu svo bara að drekka vel af vatninu líka þar sem græna teið er svo vatnslosandi (þarft vatn fyrir efnaskipti líkamans). Vöðvar eru þyngri en fita!!! Aukinn vöðvamassi brennir síðan fitunni ekki gleyma því. Þú ert því að standa þig vel ef þú hreyfir þig þó svo að viktin fari ekki hratt niður. Spurning um að ummálsmæla þig svo þú haldir þetta út. Auðvelt að segja svona við aðra :) Ég skil vel og þekki það sem þú ert að tala um. Gangi þér vel í framhaldinu!
Sísý (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.