12.1.2009 | 14:21
Ennþá í gangi
Er ennþá alveg ótrúlega jákvæð. Vorum að tala um það við hjónin í gærkvöldi hvað þetta væri nú að ganga vel hjá okkur og svona. Ákvað síðan að dempa þetta aðeins niður hjá mér og reyna að vera raunsæ. Hugsa frekar um hvernig þetta gengur í dag en ekki hugsa nokkra mánuði fram í tímann. Er jákvæð í dag og það finnst mér skipta mestu máli.
Er búin að ákveða að fá góð verðlaun þegar ég kemst niður í 85 kg og vonast til að vera komin niður í þá þyngd í sumar. Eins og ég sagði þá ætla ég að vera raunsæ í þessu núna.
Stefnan er síðan sett á að reyna að vera komin í 75 kg næstu jól. En nú er bara að halda þetta út. Svolítið spennt að vita hvað ég verð að skrifa hérna inn eftir þrjár vikur, s.s. hvort ég verð áfram eins jákvæð
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé að þú ert á námkvæmla sama stað hugsunarlega (og svipuðum kg fjölda ;-) ). Gangi þér rosalega vel. Hlakka til að fylgjast með þér.
Missfiskur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:56
Hæ. Vil gjarnan fá að fylgjast með þér :) Set tengilinn þinn inn hjá mér. Gangi þér vel :D
Létt í lund (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.