Ánægð

Er nú bara nett ánægð með árangurinn eftir fyrstu vikuna.  Fór á vigtina í gærmorgun og hún sagði mér að ég væri 95,8 kg.  Það þýðir að ég náði að missa 2,2 kg á fyrstu vikunni.  Er bara mjög ánægð með það. 

Er reyndar búin að fara nokkrum sinnum í svona átak og veit því vel að það fer nánast alltaf svona mikið á fyrstu vikunni.  Maður er náttúrulega búin að vera í þvílíku sukki sérstaklega um jólin og því er ekkert skrýtið að maður missi svona mikið þegar mataræðinu og öllu er snúið algjörlega við.  Er að vonast til að missa svona að meðaltali 0,5 kg á viku.  Ég held að það sé alveg raunhæft, sérstaklega svona fyrst um sinn þar sem ég hef svona mikið að missa.

Vorum með nammidag á heimilinu í gær.  Ætlaði að borða aðeins meira nammi en ég gerði því maginn á mér sagði bara stopp.  Fékk þvílíkt í magann í gærkvöldi og var ekki búin að jafna mig fyrr en um hádegið í dag.  Langar því voðalega lítið í nammi í dag og náði meira að segja góðri æfingu með henni Ágústu vinkonu minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband