9.1.2009 | 14:38
Allt að byrja
Þá er fyrsta vikan mín næstum búin. Er orðin töluvert spennt fyrir fyrstu vigtun á morgun. Gott að hafa vigtun á laugardagsmorgnum, þá passar maður sig líka á föstudögum. Var alltaf einu sinni með vigtun á föstudagsmorgnum en þá var ég líka alltaf með tvo nammidaga. Ekki gott!!
Ég er nú alveg hæfilega bjartsýn. Er held ég búin að standa mig alveg bærilega þessa vikuna. Er ekki búin að detta í neitt sukk og er búin að ná að æfa mig ágætlega þessa vikuna. Er búin að vera á ofurtækinu mínu (svipað og í vörutorginu) og vera að lyfta líka. Svo fjárfesti í ég Ágústu Johnson fitubrennslumyndbandi. Ég er búin að prófa þetta tvisvar í vikunni og ég verð nú eiginlega að viðurkenna að mér líður hálf bjánalega að vera að sprikla fyrir framan sjónvarpið. Að auki er ég líka ekki sú flinkasta í eróbikkinu og því eru aðfarirnar örugglega alveg jafn asnalegar og mér líður að gera þær . En hvað um það, ég svitnaði að minnsta kosti.
Jæja, tek ágætlega á því í kvöld og massa svo vigtunina á morgun.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.