Held áfram þrátt fyrir bakslag

Ætlaði að vera svo dugleg að skrifa hérna inn en það gengur ekkert allt of vel.  Fer bara allt of sjaldan í tölvuna um þessar mundir.  Með fjögur börn er ekkert allt of mikill tími til þess.

En allavega, eftir fyrstu vikuna missti ég 1,2 kg og var sæmilega sátt við það.  Helgina eftir það var afmælishelgi og vorum við með tvö afmæli í gangi.  Hef sennilega borðað aðeins of mikið þá helgina því þegar ég vigtaði mig 14. maí var ég búin að þyngjast um 0,6 kg.  Þá vikuna byrjaði ég líka að lyfta þannig að ég segi bara sjálfri mér að ég sé búin að bæta svo mikið af vöðvum á mig Tounge

Ætla samt ekkert að leggja árar í bát og gefast upp því ég veit að þetta á eftir að taka tíma.  Er reyndar búin að ná í kvefpestina sem allir fjölsyldumeðlimir hafa verið með og ætla því ekki að æfa á meðan heldur bara passa upp á mataræðið.

Sjáum hvernig það gengur.  Ætla svo að reyna að skrifa hérna einu sinni í viku, vonandi næ ég að standa við það.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband