3.5.2011 | 11:28
Komin aftur á fullt!!
Jæja, jæja, jæja!! Er byrjuð aftur í átaki. Þrátt fyrir að hafa gengið mjög vel á árinu 2009 og 2010 er ég komin aftur á byrjunarreit. Eignaðist tvíbura seint á síðasta ári og hef gert lítið annað en að þyngjast síðan. Hef aldrei verið jafnþung og ég er núna. Mældi mig mánudaginn 25. maí og var 104,5 kg. Hef aldrei áður farið yfir 100 kg þannig að þetta var mikið sjokk. Samt ekki, þar sem ég fann þetta alveg á fötunum mínum sem voru farin að vera þrengri og þrengri eftir fæðinguna.
Ég hef enga afsökun, ég er bara búin að vera að borða mikið og óhollan mat. Það er aðeins meira en að segja það að vera með tvíbura þannig að þegar þau voru sofnuð á kvöldin fannst mér alltaf að ég þurfti að vera að "verðlauna" mig með mat og tróð því í mig. Vissi nákvæmlega hvað ég var að gera. Síðan hef ég voða lítið verið að hreyfa mig. Veðrið í vetur er bara búið að vera rugl. Eins og ég hefði viljað fara út að labba er veðrið búið að vera hundleiðinlegt.
En ég ætla að hætta að væla um það hvað ég hefði getað gert og fara að gera eitthvað. Er búin að vera að standa mig í rúmlega viku. Mældi mig síðasta föstudag og var þá búin að missa tvö kíló og það var bara út af breyttu mataræði. Nú er ég farin að hreyfa mig aftur og það vonast ég til að komast fljótlega undir 100 kílóin
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.