16.3.2010 | 13:04
Byrjuð aftur
Æfði heima í gær. Ferlega var ég ánægð með mig þegar ég náði að standast freistinguna og fékk mér ekkert nammi í gærkvöldi. Á alveg fullt af súkkulaði í skápnum síðan að eiginmaðurinn kom frá útlandinu um daginn. Eftir æfinguna sleppti ég namminu og fékk mér appelsínu. Þó að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega mikið þá var ég svo ferlega ánægð að hafa náð að sleppa þessu, er nefnilega búin að vera að borða nammi upp á hvert kvöld undanfarnar vikur.
Finn síðan fyrir smá harðsperrum núna sem mér finnst alveg æðislegt. Ætla síðan að fara á æfingu með liðinu sem ég er að æfa hjá og svitna vel þar í kvöld. Hlakka mikið til
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.