12.3.2010 | 10:15
I´m back!!
Jæja þá er ég frá og með deginum í dag byrjuð aftur. Steig á vigtina í morgun eftir tæplega tveggja mánaða pásu og var mjög stressuð. Hélt að ég væri komin í svona 85 kg en sem betur fer var hún aðeins betri við mig og sagði 81,7 kg. Hélt að vigtin væri eitthvað biluð því ég finn að ég er búin að fitna og vakti því eiginmanninn og lét hann stíga á vigtina líka. Þar sem hann mældist alveg eðlilegur trúi ég nú tölunni.
Málið er að ég er búin að vera í algjöru rugli með mataræðið mitt. Stundum borðaði ég ekkert í kvöldmat og fékk mér í staðinn popp og nammi um kvöldið. Mjög heilbrigt ég veit!!
Ég er reyndar búin að vera að hreyfa mig ágætlega síðustu mánuði. Reyndar voðalega lítið heima við eins og venjulega. Í staðinn fór ég að æfa íþrótt sem ég gerði þegar ég var ung og það er ferlega gaman. Síðan er ég búin að vera að keppa á mótum og svona og gekk bara mjög vel. Er líka búin að vera svakalega stressuð í tengslum við þessi mót. Skil ekkert í mér að stressast svona mikið upp. Ætla reyndar að halda áfram að æfa en taka mataræðið í gegn. Líður ekkert vel þegar ég er að borða svona illa. Langar svo mikið til að komast undir 80 kg aftur, mig langar nefnilega ekkert til að vera áttatíuogeitthvað lengur!!
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vúhú þú ert komin aftur :D er búin að bíða eftir bloggið frá þér ;) en hvaða íþrótt og hvaða mót er þetta?
en ég kannast líka við það að borða ekki mikið yfir daginn og fá mér svo bara kvöldmat og eitthvað snarl... ekki sniðugt!
Þú getur með léttu að fara niður fyrir 80 :) bara breyta matarræðinu og fara í ræktina :)
Elín (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 17:54
Var að keppa á íslandsmóti og var alveg að deyja úr stressi!!
Alveg rétt hjá þér, mér skal takast að komast aftur undir 80 kg. Var bara alveg í ruglinu með matarræðið síðustu vikur og veit alveg upp á mig skömmina
Dóra, 16.3.2010 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.