Smá ástand

Er ekkert búin að vera að gera síðan á fimmtudaginn í síðustu viku og borða mun meira en venjulega.  Ástæðan eru mikil veikindi á heimilinu.  Þurfti að fara með dóttur mína upp á Barnaspítalann þar sem við erum búin að vera síðustu daga.  Frekar erfitt að einbeita sér að halda sér í formi þegar svona ástand er á börnunum manns.  Ekkert eins erfitt og horfa upp á barnið sitt vera kvalin af verkjum og það er ekkert sem þú getur gert og engin ástæða finnst fyrir verkjunum.

En sem betur fer líður henni betur núna, byrjuð að borða og er líkari sjálfri sér.  Vigtaði mig á laugardaginn og var búin að þyngjast um 0,6 kg frá síðustu vigtun og var 80,3 kg.  Ætla að byrja að æfa á fullu aftur á morgun, tekur örugglega einhverja daga að jafna sig á því að hafa tekið svona pásu.  Er alls ekkert hætt, þurfti bara að taka smá fjölskylduleyfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj ekki gott þegar börnin verða svona lasinn. alveg skiljanlegt að mataræði og hreyfing fari í smá rugl á meðan. bara taka því rólega og byrja á fullu þegar stelpan er orðin hress. ég vona að hún sé farinn að hressast almennilega greyið. svo vont að horfa uppá þau svona lasinn.

gangi þér rosalega vel og þú kemur bara sterk inn aftur þegar þú ert tilbúin skvís. 

slim1day (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóra í átaki

Höfundur

Dóra
Dóra

Rúmlega þrítug tveggja barna móðir sem er komin með nóg af sjálfri sér. Ætla því að reyna að minnka aðeins.

Vigtunartölur
(smella á myndina)

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband