4.1.2010 | 10:43
Nýtt ár
Gleðilegt ár allir saman. Hafði það alveg rosalega gott yfir jólin. Át á mig gat og slappaði af. Er ekkert búin að blogga síðan um miðjan desember. Það var bara gjörsamlega brjálað að gera fram að jólum. Annað barnið mitt á afmæli rétt fyrir jól og því er alltaf afmælisstúss rétt fyrir jól að bætast við stressið.
Náði mér síðan í ágætis magapest rétt fyrir jólin, hélt hreinlega að ég myndi deyja. En sem betur fer var þetta bara svona sólarhringspest, veit ekki hvort ég hefði meikað að vera svona lengur.
Var sko ekkert að passa mig neitt um jólin í mataræðinu enda sást það alveg á vigtinni. Vigtaði mig í gærmorgun og hún sagði 82,6 kg. Átti reyndar alveg von á því að hún myndi fara upp í 84 kg þannig að ég varð bara hissa. Það á eftir að taka mig nokkrar vikur að ná jólunum af mér en ég veit alveg að það á eftir að takast.
Átakið sem ég byrjaði í akkúrat fyrir einu ári síðan er semsagt hafið aftur eftir gott jólafrí. Skrapp í ræktina í gær og ætla að púla vel í kvöld líka.
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ, gleðilegt nýtt ár :D Ég var ekkert að passa mig heldur í desember... var bara að slaka á og svo myndi ég bara taka á því á nýju ári ;) ég á eftir að vikta mig, geri það á miðvikudaginn... og ég var einmitt að blogga líka í dag :D Í hvaða rækt ertu í ?
arangur101 (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 19:07
Keypti mér bara einn tíma í World class Laugum. Er ekki með kort þar. Er bara að æfa heima, er með Orbitrek tæki og nokkur handlóð.
Dóra (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.