Færsluflokkur: Lífstíll
29.5.2009 | 15:12
Löng helgi framundan
Jæja þá er þessi vika að verða búin. Mér finnst það alveg ótrúlegt hvað þessi vika er búin að líða hratt sérstaklega með tilliti til þess hvað ég er búin að vera mikið ein með börnin. Eiginmaðurinn að púla yfir verkefnavinnu þessa dagana, er ótrúlega duglegur greyið.
En ég er sko alls ekki búin að standa mig vel í þessari viku og viðurkenni það alveg sjálf. Ef ég er búin að léttast í vigtuninni á morgun er eitthvað mikið að. Æfði t.d. ekkert í gær og fékk mér súkkulaðihnetur. Ég veit, ég veit, mér fannst ég bara vera að verða veik í gær, komin með hálsbólgu og smá hita og ég var mjög pirruð yfir því. Er nefnilega búin að vera veik annað slagið undanfarna tvo mánuði og komin með alveg upp í kok af því. Ákvað því að sleppa æfingunni, slappa af yfir sjónvarpinu og fá mér smá hnetur. Fór síðan bara snemma að sofa með verðlaununum mínum og voila, mín bara orðin miklu betri næsta morgun. Þannig að það verður sko tekið allsvakalega á því í kvöld svo ég verði ekki búin að þyngjast massívt mikið á morgun. Er annars líka búin að fá mér nammi á þriðjudag og pínu smakk þegar ég var að baka hrísköku á miðvikudag.
Finn það alveg að ég er að slappast í þessu átaki. Ég veit það alveg sjálf en er að reyna að halda aftur af mér. Ég er alveg að standa mig vel í æfingunum en finnst aðeins erfiðara að halda aftur af mér í mataræðinu. Mér finnst bara eitthvað svo erfitt að halda dampi þegar ég er búin að ná svona góðum árangri. Mig langar reyndar alveg ótrúlega mikið að fara í sjötíu og eitthvað og ætla mér að geta það. Stóra markmiðið er að komast niður í 74 kg og ætla ég að geta það fyrir næstu jól.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 15:36
Gamlar buxur
Ég ákvað í gær að prófa gamlar gallabuxur sem ég var oft í þegar ég var búin að eignast fyrra barnið mitt og þær bara smellpassa. Fór líka um helgina og keypti mér stutt gallapils og þurfti ekki nema stærð 14. Ekkert smá langt síðan ég hef notað stærð 14, buxurnar eru notabene líka stærð 14. Æðislega gaman að vera komin niður í það, er samt ekki viss um að efri hlutinn sé kominn í stærð 14 en það kemur vonandi í sumar.
Er að stefna á að vera í þeirri stærð, er nefnilega ekkert með einhverjar stórar hugmyndir að vera í einhverri pínu stærð. Hef aldrei verið mjó og er ekkert viss um að mig langi það, er alltof mikill nammigrís til þess held ég
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2009 | 09:56
Verðlaun!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 15:28
Stelast í nammi
Stalst í smá fríhafnarnammi í gærkvöldi. Fékk eiginlega ekkert samviskubit því þetta var svo lítið
Ætla samt að passa mig fram að laugardeginu en þá ætla ég að borða meira fríhafnarnammi, nammi namm!!
Svo er planið að taka eina góða æfingu í kvöld. Mín er síðan bara komin í fjögurra daga helgarfrí, ekki leiðinlegt. En ég ætla ekkert að slaka neitt á þó ég sé í fríi, nú er það bara harkan sex að koma sér niður í sjötíu og eitthvað. Vá hvað sú tala var fyrir nokkrum mánuðum fjarlæg en núna bara rétt innan seilingar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 08:42
Sumarið er komið
Er svo ánægð, sumarið er komið. Er búin að vera úti með börnunum nánast alla helgina. Love it!! Þetta var bara frábær helgi, veðrið æðislegt, eurovision brilliant og svo náttúrulega best af öllu þá kom kallinn minn heim seint á laugardagskvöldið frá útlandinu. Ekki leiðinlegt.
Svo var náttúrulega vigtun á laugardagsmorgun. Ég mældist 82,2 kg sem er minnkun um 0,5 kg frá síðustu viku. Er bara mjög ánægð með það miðað við hvernig mér fannst vikan vera. Ætla að missa meira í þessari viku, ætla að standa mig vel núna!!
Verð að minnsta kosti að komast niður fyrir 82 kg, þá fæ ég verðlaunin. Hlakka þvílíkt til
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2009 | 15:19
Eurovision spenningur
Er orðin frekar spennt fyrir Eurovision á morgun. Er svo mikill Eurovision lúði líka. Eiginmaðurinn verður á leiðinni heim frá útlöndum þegar keppnin verður í gangi, þvílíkt leiðinlegt fyrir hann að missa af þessu. Ég er búin að æsa börnin upp með mér þannig að þau fá að vaka frameftir og við horfum á þetta saman.
Vikan er búin að vera mjög góð æfingalega séð. Er búin að æfa alla daga frá mánudeginum og ætla svo að taka eina góða æfingu í kvöld yfir Idolinu. Mataræðið er búið að vera gott síðari part vikunnar, fyrri partinn var mataræðið algjör skelfing. Ég held líka að ég eigi alveg eftir að finna fyrir því í vigtuninni á morgun, er frekar hrædd um það. En það er líka alveg við því að búast að ég fari nú að léttast aðeins hægar núna, er búin að vera að missa frekar hratt.
Ætla samt eins og áður að vera ekkert að svekkja mig á þessu. Ef ég þyngist þá er það engum að kenna nema sjálfi mér og það er engin nema ég sem get gert eitthvað í því og það skal ég gera!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 14:48
Sem betur fer
Er byrjuð að æfa aftur og er alveg rosalega ánægð með það. Er að reyna að vera dugleg í matarræðinu en það er bara stundum eitthvað svo erfitt. Var t.d. hrikalega svöng í gærkvöldi þegar kom að kvöldmatnum þannig að ég borðaði alveg þvílíkt yfir mig. Þetta kennir manni bara að það á að borða oftar yfir daginn.
En það þýðir ekkert að gráta það. Skammtímamarkmiðið er 82 kg, því þá fæ ég verðlaunin mín . Var nú samt alveg búin að gefa mér til 23. maí með að ná því þannig að ég held að það gangi alveg. Er nefnilega mjög svartstýn með næstu vigtun. Hef sjaldan sukkað eins mikið og ég gerði um síðustu helgi. Hálf skammast mín fyrir það. Langtímamarkmiðið er svo 74 kg. Ætla mér að ná því fyrir næstu jól að minnsta kosti.
Ætla að taka eina góða æfingu í kvöld. Fór í gær og keypti mér nýja æfingaskó því þeir gömlu voru ekki að virka lengur. Gat t.d. ekki gert venjulegar armbeygjur því ég rann alltaf á gólfinu. Svo ískraði svo mikið í þeim þegar ég var að gera hnébeygjur að ég var skíthrædd um að vekja börnin hreinlega!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 10:14
Sukkhelgi
Átti algjöra sukkhelgi um helgina. Er ennþá illt í maganum. Hélt upp á afmæli dóttur minnar á laugardaginn og fór svo út að skemmta mér um kvöldið. Var reyndar mjög stillt og var komin heim fyrir klukkan eitt. Sá sko sannarlega ekki eftir því daginn eftir.
Er ekkert búin að æfa í viku núna. Finnst eiginlega ótrúlegt að ég skuli hafa lést á laugardaginn. Veit að það á ekki eftir að vera þannig um næstu helgi. Ætla að fara að æfa aftur í kvöld, hlakka ekkert smá mikið til. Held að ég sé loksins búin að losna við þessa pest sem ég er búin að vera með síðustu viku.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 19:24
Afmælisvigtun
Litla dúllan mín á afmæli í dag og erum við hjónin búin að vera á haus við að undirbúa það. Hún var æðislega ánægð með daginn og get ég ímyndað mér að hún verði ekkert voðalega lengi að sofna í kvöld
Vigtaði mig í morgun og átti ég ekki von á neinu. Var nánast viss um að vera búin að þyngjast. En nei, nei vigtin vinkona mín sagði mér að ég væri 82,7 kg sem þýðir 0,5 kg minna en um síðustu helgi. Er mjög ánægð með þetta. Síðan ég byrjaði í átakinu er ég búin að missa meira en 15 kg
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 14:56
Aftur orðin veik
Er varla að meika það að vera svona veik. Langar svo hrikalega til að æfa en veit bara að þá muni ég versna. Svekk fyrir mig. Ætla nú samt að vigta mig á morgun en er ekki bjartsýn. Hef ekkert æft frá og með þriðjudeginum og fengið mér pínu nammi. Ætla samt ekkert að stressa mig yfir þessu. Veit alveg að ég á eftir að vera geggjað dugleg þegar ég verð orðin frísk eftir helgi.
Nú er bara að spýta í lófana og undirbúa barnaafmæli
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar