5.5.2009 | 14:57
Afmælisundirbúningur
Áfram heldur átakið. Mér finnst þetta vera ótrúlega mikið spark í rassinn að hafa svona blogg sem ég þarf að standa í skilum með. Ég þarf heldur betur að fara að taka til í tenglalistanum mínum hérna. Margir hverjir löngu hættir í átaki. Fannst einmitt svo gott að geta lesið hvernig öðrum gengur en þeim er eitthvað að fækka. Verð bara að blaðra meira sjálf hérna í staðinn.
Á frídaginn minn í dag og ætla bara að slappa af í kvöld. Er að fara að versla megainnkaup á eftir. Yngra barnið á afmæli á laugardaginn og því þarf að versla slatta inn, enda ekkert til á heimilinu núna. Svo er ég búin að vera að skipuleggja undirbúninginn fyrir veisluna því ég þarf að æfa líka. Get ekki hætt æfingum þó ég þurfi að baka. Þarf bara að passa mig að vera ekkert að smakka það sem ég er að baka
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 16:23
Laugardagsvigtun
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 14:50
Löng helgi framundan
Ég elska svona langar helgar. Love it!! Samt stundum svolítið hættulegt að hafa svona frídag því ég á það til að slappa af í mataræði og svona á frídögum. Ætla samt ekki að detta í neina vitleysu á morgun, því það er náttúrulega vigtun á laugardaginn. Er næstum farin að hlakka til vigtunardaganna því það er svo gaman að vigta sig þegar þetta gengur svona vel. Ætla samt ekkert að vera með neinar yfirlýsingar núna, fékk mér smá nammi á þriðjudaginn en æfði í staðinn smá. Er ekki vön að æfa á þriðjudögum.
Ekkert smá flott hjá þessu liði í Biggest Looser. Er alveg hooked á þessum þáttum, finnst svo gaman að fylgjast með þessu verandi í átaki sjálf.
Góða helgi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 14:34
Kaupa ný föt
Fór í smá þunglyndi í gær. Þar sem ég er búin að missa mörg kíló frá áramótum þá er ég orðin svolítið fatalaus. Ekki það að fitubollufötin mín sem ég átti hafi verið neitt svakalega flott, en málið er bara að mér finnst svo óendanlega leiðinlegt að kaupa mér föt. Sérstaklega finnst mér leiðinlegt að kaupa mér buxur. Bara það að hugsa til þess að fara að máta buxur gefur mér smá hroll. Nú veit ég alveg hvernig þetta hljómar, hálfgert aumingjavandamál, ,,æi greyið ég, er búin að léttast svo mikið að ég passa ekki í fötin mín, búhú ég" en ég varð bara hálf döpur að hugsa um þetta. Ég veit alveg að það þýðir ekkert, verð bara að kaupa mér fleiri föt. Reyndar er aðeins skemmtilegra að kaupa mér föt núna þar sem ég passa í meira í búðunum og get valið um búðir til að fara í.
Var í gær að máta gömul föt frá því ég var ekki feit. Passa nú ekki alveg í þau öll, þarf nokkur í kíló í viðbót til að þau passi öll. Málið er bara að það er svo langt síðan að ég var ekki feit að þau eru næstum öll orðin hrikalega hallærisleg. Meðal annars á ég voða fínar svartar buxur, með svona glansáferð sem mér fannst rosalega flottar fyrir fjórum árum síðan. En ekki alveg lengur
Var aðeins að breyta stutta markmiðinu mínu. Var búin að nefna það áður að ég og kallinn minn vorum búin að ákveða að verðlauna okkur þegar ég væri komin í 85 kg og hann í 92 kg. Málið er bara það að hann léttist miklu hægar en ég enda ekki skrýtið þar sem hann hefur ekki næstum eins mikið að missa og ég. Hann er nú einu sinni 1,86 m á hæð. Hann var 95,7 kg en er núna 94 kg og sér í rauninni ekki fram á að léttast mikið þar sem hann er líka að bæta vöðvum á sig.
Er því búin að breyta markmiðinu mínu og hafa það bara fyrir mig sjálfa (þó hann græði reyndar á því líka ). Þegar ég verð komin niður í 82 kg ætla ég að fá þessi verðlaun mín. Ætla að gefa mér svona þrjár vikur í mesta lagi til að ná því. Sjáum bara til hvernig það gengur!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 20:03
Kosningadagur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 14:12
Sumarið komið?
Æi, ég veit það ekki. En allavega er æðislega gott að fá svona frí í miðri viku. Sérstaklega af því að það er svo föstudagur í dag. Mæta í vinnuna í einn dag og það er föstudagur. Fórum voða lítið út fjölskyldan í gær, var ekki alveg að meika rigninguna. Fórum seinnipartinn á Þjóðminjasafnið til að horfa á Mjallhvíti. Þeim fannst rosalega gaman, nema sú yngri varð svolítið hrædd og vildi helst bara sita í mömmukoti.
Vikan hefur gengið alveg ágætlega finnst mér. Er búin að vera að standa mig vel í æfingunum og mataræðið er líka búið að vera ágætt. Er búin að komast að því að mataræðið mun aldrei vera alveg 100% mér. T.d. í dag í hádeginu fékk ég mér eina pínulitla muffins sem var boðið upp á. Hef ekkert brjálað samviskubit yfir því sérstaklega þar sem ég neitaði mér um skúffuköku með rjóma fyrr um morguninn.
Er svona temmilega bjartsýn fyrir vigtuninni á morgun. Var náttúrulega á djamminu fyrir viku síðan og hef örugglega ekki verið að missa nein kíló þá Vona bara eins og alltaf að vera ekki búin að þyngjast neitt. Langar rosalega mikið til að vera komin niður í áttatíuog fjögurkommaeitthvað kíló á morgun eins ég var fyrir tveim vikum síðan. En við sjáum bara til
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 10:28
Taka á því!
Já nú skal sko aldeilis taka á því. Stóð mig ágætlega í síðustu viku þrátt fyrir að hafa aðeins bætt á mig. Það voru nú bara eftirstöðvar páskanna. En núna ætla ég að vera extra dugleg. Æfði vel bæði á sunnudaginn og í gær og er með smá harðsperrur eftir það. En það er bara gott.
Langar alveg rosalega mikið til að vera komin í sjötíuogeitthvað í sumar. Veit alveg að ég verð ekkert alveg á fullu í æfingum í sumar en ég ætla samt að reyna að passa mig að þyngjast ekki. Það eru um fimm ár síðan ég var sjötíuogeitthvað síðast og langar mig mjög mikið til að komast niður í þá þyngd
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 14:53
Föstudagsvigtun
Ákvað að vigta mig í kvöld. Er að fara á smá vinnudjamm í kvöld og langaði ekki til að fá móral yfir að fá mér í glas um kvöldið. En, allavega nýja súpervigtin mín sagði 85,0 kg. Það þýðir aukning um 0,4 kg frá síðustu viku. Það kom mér reyndar ekkert voðalega mikið á óvart, átti alveg von á þessu. Náði að borða mjög vel um páskana og hafði nokkra nammidaga. Því er ég bara mjög ánægð að hafa ekki bætt meira á mig.
Skála bara fyrir því í kvöld
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 15:47
Stutt vinnuvika
Ég elska stuttar vinnuvikur, og er apríl alveg sérstaklega góður að þessu leyti. Æðislegt að hafa bara fjögurra daga vinnuvikur. I love it!!
Gengur alveg ágætlega að æfa hjá mér um þessar mundir. Er bara rosalega ánægð að vera komin aftur af stað eftir páskafríið. Ég er líka sérstaklega ánægð með að hafa ekkert bætt á mig í vigtuninni um síðustu helgi. Borðaði síðan nammi á laugardag og sunnudag og svo er það bara harkan. Finnst alveg æðislegt að geta verið byrjuð að æfa aftur, var að deyja þarna á tímabili að geta ekkert gert, finnst það alveg glatað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 19:01
Páskavigtun
Er búin að vera veik í að mér finnst allt of langan tíma. Er reyndar búin að vera að æfa, eða allavega reyna það. Fékk mér pínu nammi tvisvar og var því langt frá því að vera neitt bjartsýn en þetta gekk bara mjög vel. Var 84,6 kg sem þýðir 1,5 kg í þessari viku. Miklu meira en ég átti von á en ég bara rosalega ánægð.
Gleðilega páska
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar