16.5.2011 | 10:12
Held áfram þrátt fyrir bakslag
Ætlaði að vera svo dugleg að skrifa hérna inn en það gengur ekkert allt of vel. Fer bara allt of sjaldan í tölvuna um þessar mundir. Með fjögur börn er ekkert allt of mikill tími til þess.
En allavega, eftir fyrstu vikuna missti ég 1,2 kg og var sæmilega sátt við það. Helgina eftir það var afmælishelgi og vorum við með tvö afmæli í gangi. Hef sennilega borðað aðeins of mikið þá helgina því þegar ég vigtaði mig 14. maí var ég búin að þyngjast um 0,6 kg. Þá vikuna byrjaði ég líka að lyfta þannig að ég segi bara sjálfri mér að ég sé búin að bæta svo mikið af vöðvum á mig
Ætla samt ekkert að leggja árar í bát og gefast upp því ég veit að þetta á eftir að taka tíma. Er reyndar búin að ná í kvefpestina sem allir fjölsyldumeðlimir hafa verið með og ætla því ekki að æfa á meðan heldur bara passa upp á mataræðið.
Sjáum hvernig það gengur. Ætla svo að reyna að skrifa hérna einu sinni í viku, vonandi næ ég að standa við það.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2011 | 11:28
Komin aftur á fullt!!
Jæja, jæja, jæja!! Er byrjuð aftur í átaki. Þrátt fyrir að hafa gengið mjög vel á árinu 2009 og 2010 er ég komin aftur á byrjunarreit. Eignaðist tvíbura seint á síðasta ári og hef gert lítið annað en að þyngjast síðan. Hef aldrei verið jafnþung og ég er núna. Mældi mig mánudaginn 25. maí og var 104,5 kg. Hef aldrei áður farið yfir 100 kg þannig að þetta var mikið sjokk. Samt ekki, þar sem ég fann þetta alveg á fötunum mínum sem voru farin að vera þrengri og þrengri eftir fæðinguna.
Ég hef enga afsökun, ég er bara búin að vera að borða mikið og óhollan mat. Það er aðeins meira en að segja það að vera með tvíbura þannig að þegar þau voru sofnuð á kvöldin fannst mér alltaf að ég þurfti að vera að "verðlauna" mig með mat og tróð því í mig. Vissi nákvæmlega hvað ég var að gera. Síðan hef ég voða lítið verið að hreyfa mig. Veðrið í vetur er bara búið að vera rugl. Eins og ég hefði viljað fara út að labba er veðrið búið að vera hundleiðinlegt.
En ég ætla að hætta að væla um það hvað ég hefði getað gert og fara að gera eitthvað. Er búin að vera að standa mig í rúmlega viku. Mældi mig síðasta föstudag og var þá búin að missa tvö kíló og það var bara út af breyttu mataræði. Nú er ég farin að hreyfa mig aftur og það vonast ég til að komast fljótlega undir 100 kílóin
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 13:19
Hætt í bili
Jæja, þá er ég hætt þessu átaki í bili. Ekki það að ég sé búin að vera eitthvað svakalega dugleg hvort sem er eftir áramót.
Málið er bara að ég er ófrísk og því mun ég hætta að reyna að létta mig. Ætla samt sem áður að reyna að halda áfram að hreyfa mig eins og ég get. Ætla nefnilega að reyna að vera svolítið hraust á þessari meðgöngu.
Kem aftur í desember
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2010 | 14:18
Hvað er þetta!!
Gengur ekkert allt of vel hjá mér. Borðaði smá nammi í gær og í fyrradag. Er samt búin að æfa ágætlega. Skellti mér á vigtina í morgun og var búin að þyngjast um nokkur hundruð grömm
En það þýðir ekkert að gefast upp. Er reyndar aldrei þessu vant að fara út að borða tvö kvöld í röð. Er að fara að skella mér á tónleika í kvöld og svo í nudd og dekur á morgun. Ohh, hvað þetta er erfitt líf
Eina leiðinlega við þetta er það að ég er að kvefast. Þetta bregst ekki, alltaf þegar byrjar að hlýna í veðri þá kvefast ég. Ætla því að sleppa æfingunni í kvöld og frekar slappa af fyrir kvöldið. Vonandi verð ég síðan góð á morgun þannig að ég get notið þess að láta dekra við mig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2010 | 13:04
Byrjuð aftur
Æfði heima í gær. Ferlega var ég ánægð með mig þegar ég náði að standast freistinguna og fékk mér ekkert nammi í gærkvöldi. Á alveg fullt af súkkulaði í skápnum síðan að eiginmaðurinn kom frá útlandinu um daginn. Eftir æfinguna sleppti ég namminu og fékk mér appelsínu. Þó að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega mikið þá var ég svo ferlega ánægð að hafa náð að sleppa þessu, er nefnilega búin að vera að borða nammi upp á hvert kvöld undanfarnar vikur.
Finn síðan fyrir smá harðsperrum núna sem mér finnst alveg æðislegt. Ætla síðan að fara á æfingu með liðinu sem ég er að æfa hjá og svitna vel þar í kvöld. Hlakka mikið til
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 10:15
I´m back!!
Jæja þá er ég frá og með deginum í dag byrjuð aftur. Steig á vigtina í morgun eftir tæplega tveggja mánaða pásu og var mjög stressuð. Hélt að ég væri komin í svona 85 kg en sem betur fer var hún aðeins betri við mig og sagði 81,7 kg. Hélt að vigtin væri eitthvað biluð því ég finn að ég er búin að fitna og vakti því eiginmanninn og lét hann stíga á vigtina líka. Þar sem hann mældist alveg eðlilegur trúi ég nú tölunni.
Málið er að ég er búin að vera í algjöru rugli með mataræðið mitt. Stundum borðaði ég ekkert í kvöldmat og fékk mér í staðinn popp og nammi um kvöldið. Mjög heilbrigt ég veit!!
Ég er reyndar búin að vera að hreyfa mig ágætlega síðustu mánuði. Reyndar voðalega lítið heima við eins og venjulega. Í staðinn fór ég að æfa íþrótt sem ég gerði þegar ég var ung og það er ferlega gaman. Síðan er ég búin að vera að keppa á mótum og svona og gekk bara mjög vel. Er líka búin að vera svakalega stressuð í tengslum við þessi mót. Skil ekkert í mér að stressast svona mikið upp. Ætla reyndar að halda áfram að æfa en taka mataræðið í gegn. Líður ekkert vel þegar ég er að borða svona illa. Langar svo mikið til að komast undir 80 kg aftur, mig langar nefnilega ekkert til að vera áttatíuogeitthvað lengur!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2010 | 13:14
Smá ástand
Er ekkert búin að vera að gera síðan á fimmtudaginn í síðustu viku og borða mun meira en venjulega. Ástæðan eru mikil veikindi á heimilinu. Þurfti að fara með dóttur mína upp á Barnaspítalann þar sem við erum búin að vera síðustu daga. Frekar erfitt að einbeita sér að halda sér í formi þegar svona ástand er á börnunum manns. Ekkert eins erfitt og horfa upp á barnið sitt vera kvalin af verkjum og það er ekkert sem þú getur gert og engin ástæða finnst fyrir verkjunum.
En sem betur fer líður henni betur núna, byrjuð að borða og er líkari sjálfri sér. Vigtaði mig á laugardaginn og var búin að þyngjast um 0,6 kg frá síðustu vigtun og var 80,3 kg. Ætla að byrja að æfa á fullu aftur á morgun, tekur örugglega einhverja daga að jafna sig á því að hafa tekið svona pásu. Er alls ekkert hætt, þurfti bara að taka smá fjölskylduleyfi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2010 | 09:51
Gleði, gleði
Átti ekki von á því en ég náði mér undir 80 kg í morgun. Vigtin sagði 79,7 kg sem er lækkun um 1,2 kg frá síðustu viku. Gaman að vera komin aftur í sjötíuogeitthvað.
Nammidagur í dag og þá ætla ég að gera eitthvað sérstaklega skemmtilegt með fjölskyldunni. Hlakka til
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2010 | 15:09
Vikan á enda
Sjæse, hvað þessar vikur eru alltaf fljótar að líða núna. Búin að vera ágæt vika svosem, allavega hreyfingarlega séð. Mér finnst ég ekkert hafa staðið mig neitt brjálæðislega vel í mataræðinu. Fékk mér nammi á laugardaginn og svo hef ég verið af og til að fá mér nokkrar saltpillur inn á milli.
Vona að ég hafi misst eitthvað en það kemur í ljós á morgun þegar ég stíg á vigtina. Verð samt ekkert brjálæðislega hissa þó að ég hafi bætt á mig, vona bara að það hafi ekki komið mikið tilbaka.
Góða helgi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 14:27
Spinning
Fór í spinningtíma í gær og það var bara æðislegt. Ekkert smá skemmtilegur tími og frábær tónlist. Mér finnst það skipta svo miklu máli að það sé skemmtileg tónlist. Finnst ekkert voðaleg gaman að vera í tíma þar sem er tónlist sem er eiginlega ekki tónlist, bara taktur. Er eitthvað svo svakalega gamaldags með það.
Síðast þegar ég fór í spinningtíma var ég ca 17 kg þyngri og ég fann það alveg núna. Var ekki að deyja eftir tímann eins og ég átti von á en þó var ég búin að taka mjög vel á því. Á örugglega eftir að fara oftar í þessa tíma. Eina sem ég hef yfir að kvarta eftir þetta en átti alveg von á því er það að ég er að drepast í rassinum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dóra í átaki
Tenglar
Átak
Uppskriftir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar